Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 72
D a i s y N e i j m a n n 72 TMM 2016 · 2 málshátturinn, og þó að Svava hafi aldrei verið gestur hér á landi, þá held ég að þessar langdvalir erlendis hafi haft mikil áhrif á sýn hennar á íslenskt samfélag, og gert hana næma á stöðu þeirra sem þykja ekki tilheyra menn- ingu og samfélagi að fullu. Þetta var mikil nýjung í íslenskum bókmenntum á sínum tíma, en gerir sögur hennar sérstaklega tímabærar í dag, á tímum mikilla fólksflutninga. Í smásagnasafninu Undir eldfjalli er til dæmis saga sem heitir „Pálma- sunnudagsganga“ og fjallar um miðaldra konu í páskaferð til Jerúsalem. Konan er kennari og er vön að segja öðrum hvernig þeir eigi að haga sér, en framkoma hennar við ungan arabískan ræstingarpilt sýnir hroka hennar og ónæmi gagnvart stöðu hans í þjóðfélaginu, enda þjáist hún í gegnum söguna af flís í auganu, sem er auðvitað bein tilvísun í Biblíuna: „Hví sérð þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga sjálfs þín.“ (Matt. 7.3.) Svava vinnur úr þessari sömu hugmynd í sögunni „Fyrnist yfir allt“. Hér segir frá ungri stúlku sem flytur vestur um haf til Kanada með foreldrum sínum. Í upplifun stúlkunnar verður hafið landamæri tveggja tungumála, en einnig landamæri minnis og gleymsku. Hún missir ósýnilega vinkonu sína í skipsferðinni á leið til Kanada, og með henni allar minningar sínar um líf sitt fram að því. Fyrra sjálf hennar verður gleymsku að bráð. Tungumálið gleymist hins vegar ekki svo auðveldlega, og á meðan hún hefur ekki náð fullu valdi á ensku telst hún ekki fyllilega gjaldgeng í nýju samfélagi: „tungan skar úr um hvort menn fengju þegnrétt. Þá fyrst stóðu menn báðum fótum réttum megin við landamærin“ (618). Þetta ferli er hins vegar ekki sársauka- laust. Nancy, kanadísk vinkona stúlkunnar, kennir henni að tala, og að bera rétt fram. Stúlkan á sérstaklega erfitt með að bera fram orðið „reidíó“ á ensku, segir alltaf „radíó“. Nancy fylgist vel með, rýnir upp í munninn á henni og jafnvel alla leið niður í magann, en þó að stúlkan hugsi orðið sem „reidíó“ segir tungan, eða maginn, áfram „radíó“, það kemur svona út úr henni. Þegar Nancy býr sig undir að leiðrétta verður stúlkan frumstæðri til- finningu að bráð og slær Nancy óvænt og ósjálfrátt utanundir. Alveg eins og tungan heldur áfram að segja radíó, slær höndin án þess að stúlkan ákveði það. „Höndin og tungan og maginn. Telpan uppgötvaði að hún var í pörtum sem allir höguðu sér að vild. Höfuðið á henni var felmtri slegið yfir þessari óreiðu“ (617). Ég held að öll okkar sem hafa einhvern tíma þurft að aðlagast nýrri menn- ingu og nýju tungumáli kannist að nokkru leyti við þessa tilfinningu: við leggjum okkur öll fram til að búa til nýtt sjálf sem hæfir nýjum aðstæðum, að standa báðum fótum réttum megin við landamærin, að tala nýtt tungu- mál fullkomlega. En eitthvað í okkur hlýðir ekki – eitthvað gengur ekki, þrátt fyrir alla fyrirhöfnina. Eitthvað innra með okkur vill ekki ferðast yfir landamærin, verður eftir – og bregst við. Nýja lífið á sér því aðeins stað á yfirborðinu, á meðan fyrra sjálf leynist áfram í djúpinu. Mörgum árum seinna, þegar stúlkan er orðin fullorðin kona og dvelst
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.