Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Qupperneq 76

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Qupperneq 76
B ö ð va r G u ð m u n d s s o n 76 TMM 2016 · 2 Á fullorðinsárum hætti svo heimurinn að sprikla í vörpu ljóðsins, kannski vegna þess að hrifnæmi unglingsins líður um dal og hól í brauðstriti og húsa- kaupum, kannski vegna þess að skáldin sem ortu á 7., 8. og 9. áratug 20. aldar gerðu tilraunir með ný form og nýja ljóðhugsun sem átti illa við íhaldssálina í mér. Á þessum árum voru „gömlu skáldin“, Matthías, Hannes, Grímur og Jónas, komin út í horn, og byrjað að slá í skáld miðrar 20. aldar, Tómas Guðmundsson, Guðmund Böðvarsson, Stein Steinar og Snorra Hjartarson. Jafnvel Þorsteinn frá Hamri, Stefán Hörður og Hannes Pétursson ollu ekki lengur sama umróti í sálinni og fyrr. Skáldkonur urðu æ fyrirferðarmeiri og gerðu kröfur um að vera kallaðar skáld en ekki skáldkonur og lýstu sumar hverjar því ömurlega hlutskipti að vera kona sem enginn karl tekur mark á nema sem hjásvæfu. Ekki fannst mér það allt mikill kveðskapur, en þó voru nokkrar þar í hópi sem af listfengi slógu hjartans hörpustrengi, ég nefni Vil- borgu Dagbjartsdóttur, Nínu Björk Árnadóttur og Ingibjörgu Haraldsdóttir. Og eftir því sem leið á öldina þótti mér sem ljóðið ætti erfiðara uppdráttar, karlar og konur ortu æ áþreifanlegar um allt sem gerist fyrir neðan mitti, lík- lega bein afleiðing af klámvæðingu heimsins sem fékk sína framrás í danskri lagasetningu um tjáningarfrelsi 1967 og 1969. Áreiðanlega mjög verðugt ljóðefni ekki síður en það sem gerist fyrir ofan mitti en skelfing hefur mér alltaf fundist mikill sannleikur í því sem Hannes Hafstein sagði: Fegurð hrífur hugann meira ef hjúpuð er, svo andann gruni ennþá fleira en augað sér. Þannig vildi ég hafa ljóð og vil enn. Ljóð er hvítigaldur og á í mínum huga enga samleið með subbuskap klámhunda og dópdólga. Á þessum síðustu áratugum 20. aldarinnar komu þó umtalsverð ljóðskáld fram á ritvöllinn, mest fannst mér til um Þórarin Eldjárn, Einar Má Guð- mundsson og Gyrði Elíasson. Og líklega hefur það verið árið 1994 eða 1995 að Silja Aðalsteinsdóttir benti mér á bók og sagði: „Þessa ættirðu að lesa.“ Þetta var fyrsta ljóðabók ungrar stúlku og hver býst svosem við einhverju þegar hann opnar svoleiðis bók? En Silja sagði að ég ætti að lesa hana og ég geri alltaf eins og Silja segir. Bókin hét Ísfrétt og höfundur hennar var Gerður Kristný. Svo las ég fyrsta ljóðið og síðan það næsta og eftir nokkrar síður reif ég í það sem eftir er af hárinu á mér og sagði við sjálfan mig: Hvurt í hoppandi, hér er skáld á ferðinni. Og ekki varð ánægjan minni þegar ég kom að kvæði sem heitir Vísur Hallgerðar þar sem skáldið Gerður Kristný sýnir að hún kann ekki bara að fara með ummyndanir og samlíkingar og aðrar burðarsúlur ljóðsins, hún ræður einnig fullkomlega við hefðbundið ljóðform. Og það er meira en hægt er að segja um margan karl og marga konu sem vill láta kalla sig skáld. Eiginlega finnst mér að enginn Íslendingur ætti að hafa leyfi til að setja saman ljóð á frjálsu formi sem ekki ræður við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.