Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 81

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 81
Á t t h a g a s k á l d i ð G u ð m u n d u r   G . H a g a l í n TMM 2016 · 2 81 Íslands og stofnsettu sitt eigið Félag íslenskra rithöfunda. Varði sú skipting allt til 1974 þegar Rithöfundasamband Íslands var stofnað. Það er því óhætt að staðhæfa að gustað hafi um Hagalín og kannski viðbúið að eins flókinn ágreiningur og um var að ræða, sem var allt í senn pólitískur, fagurfræði- legur og persónulegur milli manna, hafi þótt skipta máli í umfjöllun um hans ritverk.6 Skáldskapur hans býður þó upp á athuganir af fjölbreyttara tagi. Hug- myndafræðin, sem einkum mótar hann á millistríðsárunum, grundvallast að verulegu leyti á þjóðlegum og átthagabundnum viðmiðum í anda þess sem viðgekkst meðal margra skálda í norðanverðri Evrópu, svo sem í Dan- mörku og í Noregi, upp úr aldamótunum 1900. Átthagabókmenntir (á d. hjemstavnslitteratur), með áherslum sínum á sveitalífið og hið alþýðlega, urðu vinsæl bókmenntagrein á Norðurlöndunum sem höfðaði til Hagalíns eins og yfirlýst hrifning hans á sumum höfundum hennar vitnar um. Ein- kenni stefnunnar eru vel merkjanleg í ritum hans á tímabilinu, svo sem í skáldsögunum Vestan úr fjörðum (1924), Kristrúnu í Hamravík (1933) og Sturlu í Vogum, eins og hér verður sýnt fram á. Áður en lengra er haldið er þó rétt að fara nokkrum orðum um fáein lykilskáld og frumkvöðla norrænna átthagabókmennta og greina frá meginsérkennum slíkra skáldverka. Norrænn bakgrunnur íslenskra átthagabókmennta Áhugi Guðmundar G. Hagalíns á samtímabókmenntum kviknaði snemma og mun hann strax á unglingsaldri hafa lagt sig eftir því að kynna sér þau skáld sem mest bar á erlendis, einkum á Norðurlöndunum.7 Halldór Guð- mundsson bókmenntafræðingur hefur vakið athygli á þeirri virðingu sem hann bar fyrir danska rithöfundinum og ljóðskáldinu Jeppe Aakjær (1866– 1930) sem hann átti í bréfaskiptum við upp úr 1920.8 Aakjær var þekktur í heimalandinu fyrir upphafningu á erfiðri lífsbaráttu alþýðufólks til sveita og meintri samtengingu þess við náttúruna og umhverfið sem það lifði og hrærðist í. Ásamt Johan Skjoldborg (1861–1936), Johannes V. Jensen (1873– 1950) og nokkrum fleiri var hann hluti hóps í dönsku bókmenntalífi sem lagði mikið upp úr vegsömun sveitarinnar og hins þjóðlega og hefur verið kenndur við Limafjörð á Jótlandi. Setur Aakjærs þar að Jenle var þekktur samkomustaður menningarfrömuða í Danmörku bæði skálda og rithöfunda sem og tónlistarfólks og listamanna af fleiri sviðum.9 Í ljóðum sínum gerði Aakjær mikið úr samspili manns, vinnu og náttúru og fullyrti að hið rótfasta og hefðbundna líf til sveita tryggði jafnvægi ein- staklingsins og einingu samfélagsins. Hann hafði efasemdir um vissa þætti í eðli nútímans sem hann taldi stuðla að því að uppræta góð og gamalgróin gildi sem væru hverju þjóðfélagi nauðsynleg. Þó voru hann og fylgismenn hans ekki beint íhalds- eða afturhaldssamir enda samsömuðu þeir sig iðu- lega alþýðunni og voru ötulir talsmenn margs konar félagslegra breytinga
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.