Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 86

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 86
H j a l t i Þ o r l e i f s s o n 86 TMM 2016 · 2 leikni pabba síns og öðlast skilning á mikilvægi þess að þeim sé hlýtt „[…] sem [… hefur] reynsluna, kunnáttuna og máttinn.“29 Samsömun feðganna endurspeglar hvernig hæfnin til sjálfsbjargar hefur flust á milli kynslóðanna í gegnum aldirnar með samhentri vinnu, virkni og stöðugri baráttu við æðri máttarvöld. Þessi tengsl fólks og jarðar eru ekki aðeins greinanleg í Sturlu sjálfum heldur einnig í aukapersónum bókarinnar svo sem í Birni gamla í Vogum, fyrrum húsbónda hans. Björn hefur lifað og hrærst á sömu jarðeigninni ára- tugum saman, þekkir þar hverja þúfu og ber svip af landslagi hennar í útliti sínu og eðli líkt og arftakinn. Lífsbaráttan hefur ekki verið honum neinn dans á rósum en samt telur hann sér skylt að þakka náttúrunni, hinni miklu móður, af auðmýkt fyrir að hafa séð sér og sínum farborða: Það, sem hann hafði í byrðuna borið á sinni jarðreisu, það var allt úr brjóstum þeirrar moldar, sem var í þessari útnesja-landareign, og úr þeim blessaða sjó, sem hér var fyrir framan. Það var kjarngresi þessara grunda og hlíða, hvannstóð þessara kletta og þarinn í þessari fjöru, sem hafði gefið hans ferfætlingum merg í bein og á bringuna feiti. Og það var þessi sjór, sem hafði nært það sporðumblakandi fiski- fang, sem að hans krókum hafði hvarflað. Náðarbrauð, náðarbrauð, bitið af þeim blessuðu munnum, sem hér voru í Vogum.30 Sveitafólk Hagalíns ber því ekki aðeins svip af umhverfinu sem það lifir í heldur einnig af því umhverfi sem það lifir á. Eins og fram kom hér í upp- hafi hlaut Sturla í Vogum misjafnar viðtökur en síðar virðast menn hafa sammælst um að gallar hennar séu fleiri en kostirnir og að þar hafi Hagalín gert heldur auma tilraun til að endursemja Sjálfstætt fólk. Sem dæmi um annmarka nefnir Jón Yngvi Jóhannsson það sérstaklega að útlitslýsingar Sturlu, þar sem honum er sí og æ líkt við bergið, drangana og brimið, keyri fram úr öllu hófi og að ásamt of upphafinni sýn á karlmennsku beri þær söguna hreinlega ofurliði. Þá finnst honum sláandi hve lík frásagnaraðferðin er bók Laxness auk þess sem söguhetjan sjálf minni óþarflega mikið á Bjart í Sumarhúsum.31 Hvað varðar lýsingar á Sturlu gengur Hagalín ef til vill full- langt og taka verður undir að ágallar á sögunni eru ófáir. Til að mynda virkar einn meginkjarni hennar, sem áður hefur verið nefndur, ráðagerð feðganna á næsta bæ um nauðgun á eiginkonu Sturlu, á lesandann sem bæði vanhugsuð og ankannaleg. Hið ótrúlega samband og hliðstæða persóna við umhverfið stingur þó ekki svo mjög í stúf við annað sem frá Hagalín kom.32 Þannig lýsir hann svipbrigðum Kristrúnar í Hamravík á sambærilegan hátt þegar hann segir að brýr hennar séu „[…] eins og hengja, sem er að því komin að hlaupa, augun eins og gljáandi svell og munnurinn eins og samansigin sprunga í gulnaðri gróf undir klettaskúta.“33 Þá er sonur hennar þar að auki sagður á við „hnullungs blágrýtu“34 sem er nokkuð sem allt eins gæti átt við um Sturlu í Vogum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.