Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 87

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 87
Á t t h a g a s k á l d i ð G u ð m u n d u r   G . H a g a l í n TMM 2016 · 2 87 Óðalið og efasemdir um þróun nútímans Út frá sjónarhóli átthagabókmennta er sagan um Kristrúnu í Hamravík öllu áhugaverðari vegna jákvæðrar afstöðu sem þar birtist til óðalsréttarins, þess samfélagslega verðmætis sem þykir felast í að ein fjölskylda haldi utan um landareign og að stjórn hennar erfist mann fram af manni. Gildi óðals- fyrirkomulagsins var algengt viðfangsefni átthaga- og lífhyggjubókmennta erlendis og grundvallar sem dæmi Segelfoss-bækur Hamsuns.35 Hugmynda- fræðilega þótti óðalið geta stuðlað að viðhaldi á sögulegri tengingu sam- tímamanna við fjarlæga fortíð auk þess að rækta samband þeirra við móður- jörðina.36 Í Kristrúnu í Hamravík segir frá hinni aldurhnignu höfðingskonu Kristrúnu sem kappkostar að tryggja áframhaldandi byggð í Hamravík, jarðeigninni sem ættliðir eiginmanns hennar sáluga hafa setið um langan aldur. Í bókmenntum af þessu tagi, svo sem hjá Hamsun, var yfirleitt gengið út frá því að nútíminn ógnaði tilvist óðalsins og þeirra gilda sem höfð voru að leiðarljósi við tilhögun þess og er að sjá sem svipuð sjónarmið ráði för í sögu Hagalíns. Þar er váin þó einna helst fólgin í því að unga fólkið hefur flest yfirgefið föðurleifðina fyrir hið nýja innihaldslitla líf á mölinni og af þeim sökum býr Kristrún ein með þumbaralegum syni sínum og allt stefnir í hnignun og eyðingu. Móðirin reynir að hvetja hann til dáða og gerir jafn- vel lítið úr karlmennsku hans í þeim tilgangi að auka á framtakssemi hans: Ef í þér væri, vesaldarauminginn, einhver snertur af manndómsins veru […] þá yrði ekki sól af lofti á þessu kvöldi, áður en þú hefðir látið Anítu Hansen finna þinn karl- manns styrkleika […]. En þegar járnið er deigt og lundin dauð og dofin, þá verða ekki tálgaðir breiðir spænir eða það framkvæmt, sem til heilla horfir.37 Aníta er ung stúlka sem gert hefur sig heimakomna hjá þeim mæðginum og rær Kristrún öllum árum að því að koma henni og syninum saman og virðist í lok sögunnar sem henni hafi jafnvel tekist það ætlunarverk þrátt fyrir ýmis ljón á veginum. Á þann hátt eykur hún líkurnar á að líf haldist í Hamravíkinni og skýtur falli ættarsetursins á frest. Aftur á móti er óljóst hvort útsjónarsemi gömlu konunnar geti, þegar til lengdar lætur, hindrað að nútíminn haldi innreið sína í sveitina og umturni þeim gildum sem þar hafa hingað til fengið að standa óáreitt. Hagalín hafði níu árum áður en Kristrún í Hamravík kom út velt upp svipaðri spurningu um framtíð sveitarinnar í skáldsögunni Vestan úr fjörðum þar sem hann beindi athyglinni að hinum sterka einstaklingi andspænis hópamyndun nútímaþjóðfélagsins. Aðalpersóna bókarinnar, hinn íhaldssami bændahöfðingi Gunnar á Melum, hefur erft stöðu sína í sveitinni og vill í lengstu lög viðhalda því ástandi sem þar hefur ríkt um aldir. Breytingar eru í farvatninu en hann kýs að láta sem ekkert sé og heldur áfram að reka sömu stefnu í anda forfeðranna. Lífsgildi hans, æðruleysið, eljusemin og hreystimennskan, eiga hins vegar undir högg að sækja og innst
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.