Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 90

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 90
H j a l t i Þ o r l e i f s s o n 90 TMM 2016 · 2 breyttari og ekki síst áhugaverð út frá þeirri hugmyndafræðilegu tengingu sem þau hafa við ritunartíma sinn, tímabil stórfelldra breytinga í landinu þar sem sveitaþjóðfélagið heyrði fortíðinni til og borgarsamfélag nútímans varð til. Tilvísanir 1 Erlendur Jónsson. 1998. „Guðmundur Gíslason Hagalín. Höfundurinn og verk hans.“ Lesbók Morgunblaðsins, 10. október, bls. 4. 2 Þessi meinta afstaða róttæklinga til Hagalíns hefur margoft verið rakin og þykir sem dæmi sýnileg í sumum ritdómum þeirra um verk hans. Einnig mun hafa tíðkast að þeir gerðu lítið úr skrifum hans sín á milli. Má t. d. vísa í minningabók Agnars Þórðarsonar rithöfundar þar sem segir meðal annars: „[… Tímarit Máls og menningar] varð fljótlega mjög áhrifamikið á menningarsviðinu og þeir höfundar einangraðir sem ekki voru taldir vinstri menn, svo sem Guðmundur G. Hagalín, Kristmann Guðmundsson og fleiri. Þótti það bera vott um þroskaðan bókmenntasmekk að tala niðrandi um verk þeirra og finna þeim allt til foráttu.“ Að mati Agnars varð Hagalín sérstaklega fyrir barðinu á aðkasti af þessu tagi: „Guðmundur G. Haga- lín var ofsóttur fyrir að vera sósíaldemókrat og ort um hann landsfræg níðvísa fyrir að hafa skrifað skáldsöguna Sturlu í Vogum […]. Ég [Agnar] var sjálfur einn af þeim sem var fullur af fordómum gagnvart Hagalín á þeim árum [… en ég] lét stjórnast af einlitum áróðri. Seinna kynntist ég honum persónulega […] og uppgötvaði þá hvílíkur afbragðsmaður Guðmundur G. Hagalín var, alveg laus við allan biturleika þó að hann hefði mátt þola margra ára ofsóknir og útskúfun.“ (Agnar Þórðarson. 1996. Í vagni tímans. Reykjavík: Mál og menning, bls. 70 og 287.) Orð Agnars um „ofsóknir og útskúfun“ Hagalíns og „einangrun“ höfunda sem stóðu utan Máls og menningar orka þó tvímælis þegar að er gáð. Árni Bergmann hefur vakið athygli á þeirri staðreynd að þegar kom að úthlutun listamannalauna hafi það miklu heldur verið vinstrisinnar sem áttu undir högg að sækja gagnvart starfsbræðrum sínum á hægri vængnum. Ráðandi stjórnmálaöfl hafi þar beitt áhrifum sínum auk þess sem valdamenn á borð við Jónas frá Hriflu og Ólaf Thors hafi óhikað talað niður opinberlega þau nýju íslensku skáldverk sem féllu ekki að þeirra hugmyndafræðilegu kenningum. Jónas hafi á þann hátt fordæmt Sjálfstætt fólk harðlega í greinaskrifum en Ólafur ásamt fleiri samherjum sínum lofað Sturlu í Vogum í hástert. (Árni Bergmann. 1989. „Þegar „stalínískir hugmyndafræðingar“ réðu öllu. Nokkrar athuga semdir um lífseigar ranghugmyndir.“ Þjóðviljinn, 20. janúar, bls. 24.) Enn fremur skal minnt á að Hagalín sjálfur beitti óneitanlega sömu aðferðum gegn róttækum höfundum og bandamenn hans átöldu þá fyrir gagnvart honum. Í því sambandi er vert að nefna tvískipta grein hans frá 1940 um nýjar íslenskar bókmenntir þar sem hann tók sérstaklega fyrir skáld- sögu rithöfundarins Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, Liggur vegurinn þangað? (1940), og rakkaði niður bæði höfundinn og söguna. (Sjá: Guðmundur Gíslason Hagalín. 1940. „Liggur vegurinn þangað?“ Lesbók Morgunblaðsins, 29. september og 13. október, bls. 305–307, 311 og 321–325, einkum bls. 306–307 og 321–323.) Þessi ritgerð Hagalíns mun hafa verið ein helsta ástæða þess hve hart Kristinn E. Andrésson tók á honum í greininni „„Grasgarður forheimskunarinnar““ (sjá tilvísun 3). 3 Kristinn E. Andrésson. 1940. „„Grasgarður forheimskunarinnar“.“ Tímarit Máls og menn- ingar 1(3), bls. 199–215, hér bls. 209. Hagalín svaraði þessari grein í löngu máli í greinaflokki sem hann birti á bók þremur árum síðar. (Sjá: Guðmundur Gíslason Hagalín. 1943. Gróður og sandfok. Reykjavík: Víkingsútgáfan.) Kristinn hélt engu að síður uppteknum hætti í bók- menntasögu sinni þar sem hann gerði frekar lítið úr Hagalín sem rithöfundi. (Sjá: Kristinn E. Andrésson. 1949. „Guðmundur Gíslason Hagalín.“ Íslenzkar nútímabókmenntir 1918–1948, bls. 245–257. Reykjavík: Mál og menning, hér einkum bls. 256–257.) 4 Steindór Steindórsson. 1938. „Bókmenntir.“ Nýjar kvöldvökur 31(10–12), bls. 149–152, hér bls. 150. 5 Jón Yngvi Jóhannsson. 2006. „Baráttan um sveitirnar.“ Íslensk bókmenntasaga IV. Ritstj. Guð- mundur Andri Thorsson, bls. 250–272. Reykjavík: Mál og menning, hér bls. 254–255. Rétt er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.