Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Qupperneq 105

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Qupperneq 105
Þ r a u t r e y n d u r n ý g r æ ð i n g u r TMM 2016 · 2 105 en þegar það ber ekki árangur fer hann að lýsa drafandi eigin hlutskipti og örlögum: Ég á ekki grænan eyri. – – Ég á ekki neitt. – – En ég hefi átt peninga, – – fyrir löngu síðan, – fyrir langalöngu síðan. – – Ég hef líka átt heimili, rétt eins og þú, karlinn minn. – – Ég skal líka láta þig vita, að ég hefi átt konu og barn – –. Og heldurðu, að ég hafi aldrei átt móður, – eða aldrei elskað móður mína? – – Það var ekki vegna þess ég vildi gera henni mömmu illt, að ég drakk. Ég hefi aldrei verið vondur drengur, það skal ég láta þig vita. – – Mamma sagði oft: „Drekktu ekki, Bubbi minn; smakkaðu aldrei fyrsta staupið, – aldrei.“ – – Ég heyrði þessi orð fyrir eyrum mér, þegar ég neytti víns í fyrsta skipti, – mér fannst hún mamma standa við hlið mína og segja: „Drekktu aldrei fyrsta staupið, Bubbi minn.“ Hún kallaði mig alltaf Bubba. Og ég hræddist sjálfan mig, því ég vissi, að ég var að gera illt, – mikið illt, – – ekki aðeins sjálfum mér, – – heldur henni mömmu. – – Og ég heyri rödd hennar alltaf, þegar ég snerti á víni, – og hún segir mér að snerta ekki á víni, – snerta ekki á víni. – – Hún segir mér að vera góði drengurinn sinn – –.“ Komumaður var nú farinn að gráta, en lét það samt ekki aftra sér frá því að halda ræðunni áfram: „Sá, sem heldur, að ég hafi aldrei átt móður, hann er asni, – – asni, – – þú heyrir það. – – Ég átti góða móður, og hún vildi gera allt fyrir mig. – – Allt. – – Og hún dó fyrir mig. Vissulega dó hún mamma fyrir mig og engan annan – –. “39 Þegar þarna er komið sögu hefur Hanna hringt á lögregluna og hún mætir brátt á staðinn til að fjarlægja hinn óboðna gest. Það síðasta sem heyrist frá honum eru einhverjar upphrópanir. „Vini mínum heyrðist hann kalla „mamma“, eða kannske var það eitthvað annað, “ segir sögumaður.40 Heim- sóknin hefur þau áhrif á Magnús að hann fer að hugsa til aldraðrar móður sinnar og stingur upp því við eiginkonuna að þau bjóði henni með öðrum gestum, sem þau eiga von á, í jólamatinn. En Hanna tekur því fálega og fær Magnús með ástleitni til að gleyma þeirri hugmynd. Af og til allt aðfanga- dagskvöldið er hann þó að hugsa til gömlu konunnar, líklega sæti hún „ein- mitt á þessu kvöldi ein, fátæk, en kannske fullsæl, þrátt fyrir allt. Og hún myndi líklega halda hátíðlega fæðingarhátíð trésmiðssonarins, þótt hún væri ein í kompu sinni. – Einu sinni hafði hún einnig fætt son í þennan heim.“41 Hér er margt forvitnilegt. Söguna má tengja tvöföldum móðurmissi Elíasar sjálfs, ferli hans í góðtemplarahreyfingunni og þeim áhrifum á líferni hans og lífsskoðanir sem samvistir hans við Hannes og Kristmann í Hveragerði höfðu á hann. Sjálfum þykir mér áhugaverðast með hvaða hætti sagan tengist skáldsögunum sem Elías sendi frá sér á næstu árum, ekki síst þeirri sem hann var önnum kafinn við að skrifa veturinn 1945 til 1946. Eru hér kannski frumdrögin að persónu Bubba, sögumannsins í Eftir örstuttan leik? Hann hefur einnig misst móður sína í æsku og á í innri baráttu vegna þess lastafulla lífernis sem hann stundar. Mottó þeirrar sögu gætu verið orð Páls postula: „Hið góða, sem ég vil, geri ég ekki en hið vonda, sem ég vil ekki, það geri ég.“42 Bubbi skáldsögunnar sveiflast milli ástar og haturs á hinu kyninu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.