Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 105
Þ r a u t r e y n d u r n ý g r æ ð i n g u r
TMM 2016 · 2 105
en þegar það ber ekki árangur fer hann að lýsa drafandi eigin hlutskipti og
örlögum:
Ég á ekki grænan eyri. – – Ég á ekki neitt. – – En ég hefi átt peninga, – – fyrir löngu
síðan, – fyrir langalöngu síðan. – – Ég hef líka átt heimili, rétt eins og þú, karlinn
minn. – – Ég skal líka láta þig vita, að ég hefi átt konu og barn – –. Og heldurðu, að ég
hafi aldrei átt móður, – eða aldrei elskað móður mína? – – Það var ekki vegna þess ég
vildi gera henni mömmu illt, að ég drakk. Ég hefi aldrei verið vondur drengur, það
skal ég láta þig vita. – – Mamma sagði oft: „Drekktu ekki, Bubbi minn; smakkaðu
aldrei fyrsta staupið, – aldrei.“ – – Ég heyrði þessi orð fyrir eyrum mér, þegar ég
neytti víns í fyrsta skipti, – mér fannst hún mamma standa við hlið mína og segja:
„Drekktu aldrei fyrsta staupið, Bubbi minn.“ Hún kallaði mig alltaf Bubba. Og ég
hræddist sjálfan mig, því ég vissi, að ég var að gera illt, – mikið illt, – – ekki aðeins
sjálfum mér, – – heldur henni mömmu. – – Og ég heyri rödd hennar alltaf, þegar ég
snerti á víni, – og hún segir mér að snerta ekki á víni, – snerta ekki á víni. – – Hún
segir mér að vera góði drengurinn sinn – –.“
Komumaður var nú farinn að gráta, en lét það samt ekki aftra sér frá því að halda
ræðunni áfram:
„Sá, sem heldur, að ég hafi aldrei átt móður, hann er asni, – – asni, – – þú heyrir
það. – – Ég átti góða móður, og hún vildi gera allt fyrir mig. – – Allt. – – Og hún dó
fyrir mig. Vissulega dó hún mamma fyrir mig og engan annan – –. “39
Þegar þarna er komið sögu hefur Hanna hringt á lögregluna og hún mætir
brátt á staðinn til að fjarlægja hinn óboðna gest. Það síðasta sem heyrist
frá honum eru einhverjar upphrópanir. „Vini mínum heyrðist hann kalla
„mamma“, eða kannske var það eitthvað annað, “ segir sögumaður.40 Heim-
sóknin hefur þau áhrif á Magnús að hann fer að hugsa til aldraðrar móður
sinnar og stingur upp því við eiginkonuna að þau bjóði henni með öðrum
gestum, sem þau eiga von á, í jólamatinn. En Hanna tekur því fálega og fær
Magnús með ástleitni til að gleyma þeirri hugmynd. Af og til allt aðfanga-
dagskvöldið er hann þó að hugsa til gömlu konunnar, líklega sæti hún „ein-
mitt á þessu kvöldi ein, fátæk, en kannske fullsæl, þrátt fyrir allt. Og hún
myndi líklega halda hátíðlega fæðingarhátíð trésmiðssonarins, þótt hún væri
ein í kompu sinni. – Einu sinni hafði hún einnig fætt son í þennan heim.“41
Hér er margt forvitnilegt. Söguna má tengja tvöföldum móðurmissi Elíasar
sjálfs, ferli hans í góðtemplarahreyfingunni og þeim áhrifum á líferni hans
og lífsskoðanir sem samvistir hans við Hannes og Kristmann í Hveragerði
höfðu á hann. Sjálfum þykir mér áhugaverðast með hvaða hætti sagan
tengist skáldsögunum sem Elías sendi frá sér á næstu árum, ekki síst þeirri
sem hann var önnum kafinn við að skrifa veturinn 1945 til 1946. Eru hér
kannski frumdrögin að persónu Bubba, sögumannsins í Eftir örstuttan leik?
Hann hefur einnig misst móður sína í æsku og á í innri baráttu vegna þess
lastafulla lífernis sem hann stundar. Mottó þeirrar sögu gætu verið orð Páls
postula: „Hið góða, sem ég vil, geri ég ekki en hið vonda, sem ég vil ekki, það
geri ég.“42 Bubbi skáldsögunnar sveiflast milli ástar og haturs á hinu kyninu