Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 115

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 115
S v e t l a n a A l e x i j e v i t s j o g R a d d i r S t a ð l e y s u n n a r TMM 2016 · 2 115 leyti er saminn með svipaðri aðferð og Svetlana Alexijevitsj notar. Svetlana sjálf tekur það einnig fram að hún hafi lært mikið af bókum hvítrússneska rithöfundarins Ales Adamovitsj um hörmungar stríðsins við heri Hitlers, margradda heimildaskáldsögum hans eins og „Ég er frá þorpinu sem brennt var“. Útgáfusaga Svetlana Alexijevitsj hefur unnið að bókaflokki sínum í ein þrjátíu og fimm ár. Um fjörutíu árum eftir að „Föðurlandsstríðið mikla“ (eins og stríðið við Hitler var jafnan kallað) hófst byrjaði hún að safna efni í bók sína um konur í hernaði, „Stríðið ber ekki konusvip“. Það er fróðlegt að taka þá bók sem dæmi um höfundarverk Svetlönu – ekki síst endurútgáfu frá árinu 2002 með nýjum inngangi þar sem lýst er tilurð þessa verks. Þar segir Svetlana frá því hvernig hún byrjar að safna efni um 1978, hefur lokið við bókina fjórum árum síðar, en handritið fæst ekki gefið út. Hún gerir góða grein fyrir því við hvað er að glíma þegar hún tekur til við viðkvæmt efni eins og konur í grimmu stríði. Ritskoðun var þá enn við lýði og hefur allt á hornum sér. Svetlana vitnar í samtöl sín við ritskoðara sem segir hana lítillækka þær kvenhetjur sem börðust gegn herjum Hitlers: „Þér niðurlægið konuna með frumstæðum natúralisma“, segir hann. „Gerið hana að venjulegum kvenmanni, kvendýri.“ Svetlana segist vera að leita sannleikans og ritskoðarinn andmælir: „Haldið þér að sannleikurinn sé það sem við blasir í lífinu, það sem við sjáum úti á götu og þvælist fyrir fótum okkar? Fyrir yður er sannleikurinn svo auvirði- legur og jarðbundinn, Nei, sannleikurinn er það sem okkur dreymir um, það sem við óskum okkur.“ Hér koma fram í stuttu máli þau rök sem á sovéttíma voru einatt höfð uppi um skaðsemi hreinskilinna lýsinga á skuggahliðum veruleikans: þær höfðu ekki nauðsynlegt uppeldisgildi, sýndu ekki hið góða fordæmi. En það er ýmislegt annað sem rithöfundurinn þarf að glíma við, það er fleira sem er erfitt að sigrast á – m.a. afstaða og hugsunarháttur kvennanna sjálfra sem Svetlana hlustar á. Það reyndist oft torsótt að fá þær til að leggja frá sér þá fegrun stríðsins og hetjuskaparins sem þær voru vanar úr bókum og kvikmyndum, en í þeim voru allir sovéskir þegnar að berjast hetjulega fyrir réttum málstað og ef djöfulleg grimmd kom við sögu var hún eingöngu á ábyrgð innrásarhersins og svikaranna örfáu. Konurnar sem Svetlana talaði við sóttu oft og eins og ósjálfrátt í „karllæga“ ímynd stríðsins, með höfuð- áherslu á afrek í bardögum og þessháttar. Ekki síst menntakonur, sem létu skrif annarra og opinbera sögu síast inn í minningar sínar mun meir en ómenntaðar konur gerðu. Svetlana Alexijevitsj lýsir því vel hvernig hún lagði sig af þolinmæði eftir hinum sanna tóni, hinum réttu smáatriðum sem drógu ekki síst fram þann sannleika sem konurnar vildu helst ekki taka með
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.