Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Qupperneq 120

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Qupperneq 120
Á r n i B e r g m a n n 120 TMM 2016 · 2 Hermennirnir sjálfir fara að tala um það að þeir séu komnir í sama far og þýski herinn í Sovétríkjunum á árum áður, til dæmis þegar þeir jafna þorp við jörðu og drepa alla í hefndarskyni fyrir einn mann. Í annan stað er það augljóst hverjum sem bókina les að rússneskir hermenn í Afganistan eru heim komnir í svipaðri stöðu og þeir bandarísku sem börðust í Víetnam. Allir voru blekktir af leiðtogum sínum og yfirboðurum, þeir voru hvorki að berjast fyrir frelsi og lýðræði né einhverskonar sósíalisma, þeir voru sendir í gagnslaust og heimskulegt stríð og þegar heim kemur vill enginn við þá kannast og þeir sæta almennri fyrirlitningu. Eftirminnilegt dæmi nefni ég: Fyrrum hermaður hefur misst handlegg í Afganistan. Öllum stendur á sama, en þegar hann tekur upp á því að útskýra handleggsmissinn með því að hann hafi bara verið fullur og lent undir járnbrautarlest þá fær hann mikla samúð. Hinn sovéski maður Ég get um tvær bækur í viðbót. Þá fyrri skrifaði Svetlana Alexijevitsj um afleiðingar kjarnorkuslyssins í Tsjernobyl. Hún er grimm ádrepa á sovésk yfirvöld sem lögðu sig í líma við að fela og breiða yfir það hve alvarlegt það slys var, og um leið beinskeytt áminning til heimsins um að meira að segja friðsamleg notkun kjarnorku ber í sér gífurlegan tortímingarháska. Því svæðið kringum Tsjernobyl og borgin sjálf eru nú draugaheimar sem virðast helst eiga heima í verstu dystópíum um ömurlegt líf eftir framfarastórslys í óljósri framtíð. Hin bókin er svo Vremja sekond hand eða Endurnýttur tími en úr henni þýddi ég frásögnina Bernskusaga fyrir Tímarit Máls og menn- ingar þegar Svetlana kom hér á Bókmenntahátíð. Þetta er stærsta bókin í flokknum Raddir útópíunnar – og frásagnir hvers og eins mun ítarlegri en í fyrri bókum. Svetlana segist hér leiða fram hinn sovéska mann, sem enn er til með sínum hætti og í mörgum tilbrigðum. Annarsvegar sem fórnarlamb eins og pólskættaða konan sem segir Bernskusögu. Hún fæddist í jarðhýsi og ólst upp í sárustu örbirgð í útlegð í Síbiríu fyrir þá sök eina að faðir hennar hafði verið efnaður bóndi í þeim hluta Póllands sem Sovétríkin lögðu undir sig haustið 1939. Hún missir foreldra sína snemma og hrekst á milli barnaheimila þar til hún loks finnur athvarf á heimaslóðum og sjálfan Guð í þeirri gæsku sem einstaka menn vandalausir hafa sýnt henni. Svo er einnig að finna í þessari bók karla og konur sem horfa með söknuði til Sovéttímans, gera sem minnst úr grimmd þess tíma en mikla það fyrir sér að þá hafi menn átt sér hugsjón og ekki hugsað um það eitt að kýla vömbina og græða peninga með vafa- sömum hætti eins og núna er gert. „Ég trúði því af einlægni,“ segir gamall kommúnisti, „að við mundum byggja upp nýjan heim og gera alla menn hamingjusama … En nú finnst mér ég vera rykfallið leirkersbrot í geymslu á safni.“ Í bókinni er líka mætt ungt fólk sem man ekki Sovétríkin en saknar þeirra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.