Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 121

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 121
S v e t l a n a A l e x i j e v i t s j o g R a d d i r S t a ð l e y s u n n a r TMM 2016 · 2 121 samt og fegrar þau fyrir sér vegna þess að frelsið góða snerist upp í mafíu- kapítalisma með ofsalegri auðsöfnun fárra og mikilli pólitískri spillingu en skilur unga fólkið eftir úti á andlegri eyðimörk. Margir kvarta yfir því að nú hafi „öll gildi hrunið“ og „ekki öðru að mæta en klóm og kjafti.“ Dæmi- gerður ungur maður segir: „Mikið öfunda ég fólk sem átti sér hugsjón … Ég vil að Rússland verði mikið ríki. Ég man ekki eftir slíku Rússlandi en ég veit að það var til.“ Svetlana Alexijevitsj skrifar að í slíkum orðum sé lifandi kominn hinn „sovéski maður“ – í sinni þjáningu, sinni niðurlægingu, sinni grimmd, mann tegund sem lifir áfram eftir að sovétskipulagið er hrunið. En hún seg- ist ekki vilja fordæma þessa manngerð, ekki setja sig í dómarasæti, heldur aðeins sýna allt sem var og er. Hún bætir hiklaust við þeirri staðhæfingu, að hinn sovéski maður búi með einhverjum hætti í okkur öllum „og mér líka … Til dæmis þegar ég tala við nýríka menn heima hjá mér í Minsk og þeir eru svo sjálfumglaðir og hrokafullir yfir peningum sínum og yfir því hvernig þeir geta ráðskast með aðra.“ Þá vaknar „hin rauða manneskja í mér,“ segir Svetlana, „og rís upp til andmæla.“ Með öðrum orðum: þá segir til sín einhver angi af sovésku uppeldi hennar sem var þá ef til vill ekki með öllu skaðlegt. Hún segir líka að sovétskipulagið hafi hrunið eins og maklegt var. „En við komum hranalega fram við fortíð okkar. Við lögðum allt í rúst, án þess að eiga nokkra alvarlega hugsun eða áform um framtíðina … Við létum þá frekustu sölsa undir sig vald og auð samfélagsins meðan við fjösuðum sem bjartsýnisafglapar um frelsið góða sem væri alveg að koma og áttuðum okkur ekki á því að frelsið er djöfuls puð. Og hún bætir við: „Það stjórnar- far sem á komst í Sovétríkjunum var á skjön við margt sem menn vilja kalla sósíalisma. Ég mæli ekki með söknuði eftir fortíðinni – en það verður áfram eftirspurn eftir sósíalisma.“ Sjálf er hún hrifin af sósíaldemókratísku módeli samfélaga í Svíþjóð og Þýskalandi þar sem hún hefur dvalið á seinni árum. Reiði og þakkir Bækur Svetlönu hafa hneykslað marga, bæði í heimalandi hennar Hvíta- Rússlandi sem og í Rússlandi sjálfu. Vegna þess að valdhafar eins og for- setarnir Lúkashenko og Pútín vilja halda í margt sem þeir telja mæla með „sterku foringjavaldi“ eins og var við lýði í Sovétríkjunum og þeir vilja við- halda í samtímanum. En einnig vegna þess að svo margir venjulegir Rússar eða Hvítrússar eru að meira eða minna leyti „sovéskir“ í sér. Afar margir þeirra sem Svetlana ræðir við eru mjög ráðvilltir í nútímanum sem færði þeim hvorki það frelsi né þá velmegun sem þeir bjuggust við. Og þá er ekki nema eðlilegt að allmargir þeirra láti minni sitt um fortíðina stjórnast af þeirri þörf, að það líf sem var hafi þrátt fyrir allt skipt máli, ekki verið slys eða glæpur, að saga þeirra og foreldra þeirra hafi meðal annars verið saga
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.