Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 129

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 129
TMM 2016 · 2 129 Davíð Stefánsson Sturlaðir menn, sögulausir menn Eru sturlaðir hryðjuverkamenn sturlaðir vegna þess að þeir eru „sögulausir“? Ég veit það ekki, en mig langar að velta því fyrir mér. Eftirfarandi brot las ég nýverið og það settist djúpt í mig: Sagt hefur verið að einn þátturinn sem greini okkur, sem dýr, frá öllum öðrum dýrum sé sú staðreynd að líf okkar verði að vera sögur, frásagnir, og þegar sögurnar okkar hverfi töpum við áttum, verðum hættuleg, stjórnlaus og viðkvæm fyrir mættinum sem felst í handahófs- kenndum öflum. Þetta er ferlið þar sem maðurinn glatar sinni eigin sögu; þar sem hann verður „sögulaus“. Að vera sögulaus er tæknilega leiðin til að segja að maður „eigi sér ekkert líf “. „Sveinn á sér ekkert líf “. „Anna er sögulaus.“ Þar til nýlega skipti engu máli hvar eða hvenær í heiminum þú fæddist; menningin bauð upp á alla þá þætti sem nauðsynlegir eru til að maðurinn geti skapað sér sjálfsmynd. Þessir þættir voru meðal annars: Trúarbrögð, fjölskyldulíf, hugmyndafræði, stétt, landfræðileg staðsetning, stjórnmál og einnig sú tilfinning að lífi sínu lifði maður í einhvers konar sögulegri framvindu. En fyrir u.þ.b. tíu árum, þegar holskefla rafrænna upplýsinga og miðla tók að berast inn í líf okkar, fóru þessir stenslar sem við notum til að ramma inn líf okkar að hverfa, nánast í einni svipan, ekki síst á vesturströnd Bandaríkjanna. Þar með varð mögulegt að lifa lífi sínu án nokkurra trúarbragða, fjölskyldutengsla, hugmyndafræði, stéttarvitundar, stjórnmálaviðhorfa eða sögulegrar tilfinningar. Í söguleysi.1 Þessar setningar kanadíska höfundarins Douglas Coupland höfðuðu beint til mín. Ég kannaðist við það, eins og kannski fleiri, að maður er stöðugt að segja sjálfum sér og öðrum söguna af sér, eigin fortíð, reynslu, viðburðum. En maður notar sögur líka til að varpa sér út úr núverandi stöðu og inn í framtíð- ina. „Hver er ég?“ Það er sívinsæl spurn- ing, almennt í lífinu. Við hlið hennar, vinstra megin, stendur spurningin „hver var ég?“. Og hægra megin lúrir svo þessi spurning, sem heldur áfram að vera mikilvæg: „Hver verð ég?“ „Hvert liggur mín leið?“ Það er þannig sem maður spyr sig, að minnsta kosti þegar maður leyfir sér að hugsa heiminn í línulegum tíma og framvindu. Einhvers staðar og einhvern tímann las ég kenningu um það að við sköpuðum okkur í raun ekki framtíð heldur gætum við þvert á móti skynjað eigin framtíð á einhvern hátt og að við toguðum okkur í átt að henni, hinni óhjákvæmilegu framtíð okkar, með gjörðum dagsins í dag. Að framtíðin, sem sagt, væri fast- inn en óvissan væri í núinu; að vanlíðan okkar í núinu stafaði stundum af því að við værum ekki að haga gjörðum okkar í stefnu við óhjákvæmilega framtíð, værum á „rangri“ leið og að gera okkur lífið erfitt og flókið, því að fastaframtíð- in yrði alltaf að veruleika, sama hvaða leið við færum. Hljómar þetta nýaldarlega? Gott og Á d r e p u r
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.