Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 131

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 131
Á d r e p u r TMM 2016 · 2 131 Þarf hann ekki að finna sér aðra sögu? Rifjum upp orð Couplands: Þar til nýlega skipti engu máli hvar eða hvenær í heiminum þú fæddist; menningin bauð upp á alla þá þætti sem nauðsynlegir eru til að maðurinn geti skapað sér sjálfsmynd. Þessir þættir voru meðal annars: Trúarbrögð, fjölskyldulíf, hugmyndafræði, stétt, landfræðileg staðsetning, stjórnmál og einnig sú tilfinning að lífi sínu lifði maður í einhvers konar sögulegri framvindu. Sumir en ekki allir innflytjendur missa tengslin við fjölskyldu sína, þeir hætta að tilheyra (oft) skýrt skilgreindri stétt í heimalandi og færast oftast nær niður á við í hinu oft ógreinilega íslenska stétta- kerfi, landfræðileg staðsetning þeirra breytist (umturnast gjarnan) og þeir missa tengslin við stjórnmálin sem þeir þekkja. Hvað stendur þá eftir? Trúarbrögð. Hugmyndafræði. Tilfinningin um að tilheyra sögulegri framvindu. Og sam- mannlega löngunin eftir þessari sögu- legu framvindu. Ef þú býrð á Íslandi árið 2016 og ert af erlendum uppruna þarftu hins vegar ekki að vera nema hálfvakandi til að skilja að þú ert ekki eiginlegur hluti af þjóðinni. Þú ert ekki hluti af sögulegu framvindunni sem steypist fram í glæst- um boga þjóðerniskenndar, samkenndar og styrks. Nei, þú ert viðhengi, neðan- málsgrein – þú ert „hinir“ og þannig verður það um aldir alda, að minnsta kosti fram í aðra eða þriðju kynslóð inn- flytjenda. Jafnvel fjórðu kynslóð? Fimmtu? Við vitum ekki hversu langt er þangað til við hættum að spyrja hörundsbrún, íslensk börn „hvaðan þau komi“. Hversu langt þarf að líða þangað til við hættum að hrósa henni Agnieszku fyrir að tala „svona góða íslensku“. Hvenær lýkur því? Hvenær er innflutningi á manneskju lokið, hvenær hefur fjölskylda aðlagast og orðið íslensk? Hvenær hefst Íslendingur? * * * Sveinn Ólafur Gunnarsson, leikari, stendur uppi á sviði í hlutverki nýnas- istans Arnórs; við erum stödd í leik- verkinu Illska, það er lokasýning og hann öskrar með fingurinn reigðan ógnandi út í salinn og bendir á leikhús- gesti af handahófi: „Þú tilheyrir okkur! Þú tilheyrir okkur! Þú tilheyrir okkur ekki! Þú tilheyrir okkur! Þú tilheyrir okkur ekki! Þú til- heyrir okkur! Og við vitum aldrei hvort er verra … “3 Við erum að fást við fjölmenningu þar sem gestgjafinn, móttökuþjóðin, sú sem ætti að þiggja allan þann mannauka og menningarauð sem býðst, er svo herpt af innbyggðri hugmyndinni um eigið ágæti umfram annarra þjóða kvikindi að hún megnar ekki að opna sig fyrir neinu sem er öðruvísi og heldur þess vegna öllum víðs fjarri. Eða hvernig er hægt að læra að til- heyra þjóð þegar ekki er gert ráð fyrir manni? Er það yfir höfuð hægt? Eigum við sem þjóð t.a.m. að birta allt upplýsingaefni á öllum tungumálum allra þjóðarbrota sem hér búa? Nei, það er líklega ekki raunhæft. En við getum gert eitthvað. Við getum reyndar gert mikið. En hvað erum við að gera? Á vef Reykjavíkurborgar, stærsta sveitarfélagsins þar sem líklega býr
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.