Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 132

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 132
Á d r e p u r 132 TMM 2016 · 2 stærstur hluti allra innflytjenda á land- inu, eru allar upplýsingar á forsíðunni á íslensku. Efst á síðunni er breskur fáni sem leiðir á undirsíðu á ensku. Þar, neð- arlega, er loksins að finna vísbendingu um að aðrir en íslenskumælandi og enskumælandi gætu átt erindi inn á vef- inn. Þessi hnappur vísar yfir á pólska Facebook–síðu Reykjavíkurborgar: Pólsk upplýsingasíða Reykjavíkurborgar – hún er vissulega til. Hana fann ég með krókaleiðum með því að gúggla orðun- um „Reykjavík polska“. Miðað við dag- setningar á fréttum hefur hún ekki verið uppfærð í þrjú ár. Þetta er eitthvað … en þetta er samt viðhengi, viðbót. Á vefnum island.is, sem Þjóðskrá Íslands rekur fyrir innanríkisráðuneyt- ið, er boðið upp á viðmót á ensku. Engin önnur tungumál eru í boði. Hversu stórt hlutfall íbúa þessa lands þurfa Pólverjar að verða til að reiknað sé með þeim í svona sjálfsögðum hlutum? * * * „[Til] þess að geta öðlast nýtt líf, til þess að lifa af, til þess að fjölskylda mín lifi af, þarf einhver að trúa sögu minni. Þótt ég eigi kannski enga möguleika á að sanna hana. Saga mín er allt sem ég á.“4 Fyrir nokkrum vikum kom út skáldsag- an Vinkonur eftir Rögnu Sigurðardótt- ur, en þar hefur höfundur tekið með óvenju hraðvirkum hætti á nýlegum og brennandi málefnum. Sagan fjallar öðrum þræði um dómsmálaráðherra, Hafdísi Hannesdóttur, og flókin sam- skipti hennar við hælisleitandann Ghu- lem, en til stendur að flytja hann úr landi með tilheyrandi mótmælum og umróti. Í samskiptum þeirra kemur margt fram sem kemur heim og saman við vangavelturnar um sagnaþörf hverr- ar manneskju – og einnig um það hvernig það er að tilheyra samfélagi að nafninu til. Í þrunginni heimsókn ráð- herrans í aðsetur hælisleitenda spyr Ghulem óvenjulegra spurninga um íslenskt samfélag, t.d. um það hvernig sé að eiga kött á Íslandi. Eftir byrjunarörð- ugleika vegna vandræðagangs Hafdísar leggja ýmsir viðstaddir ýmislegt til mál- anna um þetta hugðarefni Ghulems og eftir langar umræður segir hann: „Ég hef dvalið hér í 923 nætur,“ sagði Ghulem. Hann sagði það hægt og skýrt. „Níu hundruð tuttugu og þrjár nætur. Þá er nægur tími til að velta hlutunum fyrir sér. Fortíðinni. Skiljanlega get ég ekki hugsað til framtíðar.“ […] „Ég velti því fyrir mér hvernig fólkið lifir, það er eðlilegt. Ég hef vingast við nokkra ketti hérna í nágrenninu.“ Hafdís kinkaði kolli. „Og nú veistu hvernig það er að eiga kött á Íslandi,“ sagði hún, í tilraun til að binda enda á umræðuna. „Nei,“ sagði Ghulem. Það veit ég ekki. Ekki fyrr en ég reyni það. En nú veit ég hvernig á að fara að.“5 Hælisleitandi sér ekki eigin sögu fyrir sér. Innflytjandi sér sig ekki sem hluta af fortíð íslenskrar þjóðar og skynjar sig ekki sem hluta af íslenskri þjóð í degin- um í dag. Þeir sjá samfélagið en fá ekki að taka þátt í því til fulls; þeir fá ekki að reyna hvað er að tilheyra þjóðinni. Þeir fá ekki að halda kött á Íslandi … þeir fá í mesta lagi að vita hvernig maður gerir það. Hver er framtíð þeirra?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.