Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Qupperneq 134

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Qupperneq 134
Á d r e p u r 134 TMM 2016 · 2 dragi, menn sem hann hafði tínt upp á leið sinni. Semsé: annars vegar snilling- inn, hins vegar heimskingjann. Sömu augum lítur hann á kringum- stæðurnar: í fyrra skiptið var franska þjóðin á barmi gjaldþrots, í síðara skipt- ið var það Bonaparte sjálfur sem sat fastur í skuldafeni; í fyrra skiptið fór Napóleon mikli í hættuför yfir Sankti Bernharðsskarð í Ölpunum og vann frækilegan sigur yfir Austurríkismönn- um í Marengo í Norður-Ítalíu, í síðara skiptið sendi Napóleon þriðji fáeina lög- reglumenn yfir Júrafjöll vegna deilna við Svisslendinga; í fyrra skiptið voru margir sigurvinningar framundan í kjölfar Marengo, í síðara skiptið voru launin medalía frá Rússakeisara. Næsta tilbrigðið, með nokkuð flókn- ara útflúri, er í ritinu „Endurtekningin“ eftir Sören Kierkegaard, og skiptir ekki máli þó það hafi birst almenningi fáein- um árum á undan bók Marx, því lögmál tónlistarinnar og þá einnig tilbrigðanna eru tímalaus, á þau verður að hlýða sub specie aeternitatis. Því má að vísu skjóta hér inn að ef vel er að gáð má finna nokkuð bein tengsl milli heimspekings- ins danska og annars af forkólfum marxismans. Veturinn 1841–1842 sóttu bæði Sören Kierkegaard og Friedrich Engels nefnilega sömu fyrirlestra við Berlínarháskóla, og til að fjörga upp á félagsskapinn voru þar að auki tveir aðrir efnilegir námsmenn, stjórnleys- inginn tilvonandi Bakúnín og Burck- hardt, hinn verðandi stórsnillingur í sagnfræði. Því miður veit enginn hvað þessum heiðursmönnum kann að hafa farið á milli, og vildi maður þó gjarnan geta verið fluga á vegg, horft á þá með þúsund augum og hlýtt á þau spöku orð sem af vörum þeirra kunna að hafa hrotið. En rétt er að minna hér á orð skáldsins: „History has many cunning passages“. En hvað um það. Í umræddu riti Kierkegaards segir sögumaður, Con- stantin Constantius, frá því að þegar hann hafði velt því fyrir sér um stund hvort endurtekning geti átt sér stað, hvaða þýðingu hún kunni að hafa, hvort eitthvað vinni eða tapi við að vera end- urtekið, hafi honum dottið í hug að gera tilraun, hann geti semsé farið til Berlín- ar, þar sem hann hafi einu sinni áður verið, og gengið á þann hátt úr skugga um „endurtekninguna“. Eftir þetta leggur svo Constantin Constantius af stað, en til að gera langa sögu stutta þá misheppnast tilraunin hrapallega. Hann fær að vísu gistingu á sama stað og áður, en þar er allt breytt, vertinn er giftur og lofsyngur nú hjóna- bandið af sama sannfæringarkrafti og hann hafði áður lofsungið piparsveina- standið, í herberginu er hægindastóll sem passar ekki inn í umhverfið en hann verður að hafa fyrir augum hvert skipti sem hann vaknar vegna birtunnar í herberginu. Öll hugsun hans er geld, en hann hefur jafnan fyrir sjónum end- urminningar úr fyrri ferðinni þegar hugmyndirnar spruttu eins og af sjálfu sér. Þegar hann gengur út er honum ómótt af ryki í loftinu – en til þess hafði hann ekki fundið í fyrri ferðinni, því hún var að vetrarlagi, – við Branden- borgarhliðið er litlu dansmeyna sem hafði heillað hann áður ekki lengur að finna, blindi hörpuleikarinn er kominn í nýjan frakka, áður var hann græn- klæddur og minnti á grátvíði en nú er hann í grárri yfirhöfn. Í fyrri ferðinni hafði Constantin skemmt sér konung- lega við að fara í leikhús og sjá farsa, þar lék hinn snjalli gamanleikari Beckmann aðalhlutverkið og á hverju kvöldi sá hann sömu stúlkuna í stúku skammt frá, hún var í fábrotnum klæðum og greinilega ekki komin til að sýna sig. Fyrir heppni er sami farsinn enn á fjöl-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.