Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 137

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 137
Á d r e p u r TMM 2016 · 2 137 Fjórða tilbrigðið er einnig mjög sér- stakt og umhugsunarvert, en þó á enn annan hátt, þar breytist hljóðfallið og nýjar skreytinótur birtast. Einn mesti listviðburður sem skýrt hefur verið frá í fjölmiðlum á Íslandi á síðari tímum er gjörningur unga mannsins sem sat í glerkassa í heila viku og sté aldrei út úr honum, til eins eða neins, allan þann tíma. Þetta var hámark frumlegrar list- sköpunar, ekki aðeins á Íslandi heldur í heimi öllum, og kom skerinu rækilega inn á kortið í álfum hinna æðstu lista; því kann það að koma mönnum mjög á óvart að ég skuli nefna það í grein um endurtekningar. En eigi að síður var gjörningurinn endurtekning, þó menn þurfi að líta langt í burtu og langt aftur í aldir til að koma á það auga. Í lok fornaldar var uppi í Sýrlandi hinn helgi meinlætamaður Símon á súl- unni, f. um 390, d. 459. Hann var sonur hjarðmanns en strax á unga aldri fann hann hjá sér hvöt til heilags lífernis, og sýndi svo mikil afrek á því sviði að hann fékk engan frið fyrir aðdáendum. Þá fann hann loks sína eiginlegu köllun, hann tók sér stöðu á súlutoppi, á stalli sem var einn fermetri og því nægilega stór til að hann gæti staðið og setið en alls ekki til að hann gæti lagst fyrir. Þarna var hann síðan kyrr í óralangan tíma, sumir segja í þrjátíu ár, aðrir fjörutíu, og var eina hreyfingin sú að hann tók sér stöðu á sífellt hærri súlum, hin fyrsta var fjórir metrar á hæð en hin síðasta rúmlega fimmtán metrar. Píla- grímar flykktust hvaðanæva að og færðu honum mat, flatbrauð og geita- mjólk, sem dreginn var upp til hans í körfu en hann neytti þó mjög sparlega. Hann tók á móti gestum milli tvö og sex eftir hádegi og gátu þá þeir sem vildu skrifta og fá bjannak klifrað upp til hans eftir reipstiga. Símon var vanur að standa uppréttur í fjörutíu daga og fjörutíu nætur samfellt á lönguföstu ár hvert, fyrst batt hann sig við staur en svo skammaðist hann sín fyrir þennan veikleika og stóð eftir það staurlaust. Hann beygði sig gjarnan niður í bæna- haldi þannig að ennið nam við tær, áhorfandi einn taldi 1244 slíkar beygjur í einni lotu en þá gafst hann upp á taln- ingunni. Sumir segja að síðasta æviárið hafi hann jafnan staðið á öðrum fæti. Um hann voru síðar skrifaðar margar bækur sem greina frá kraftaverkum sem gerðust í grennd við súluna; hugljúfust þeirra er að mínum dómi kvikmynd gjörð af Luis Bunuel 1965, sem nefnist „Simón del desierto“. Er þar lýst þeim undrum og stórmerkjum sem urðu við fætur súlunnar og tilraunum Satans, sem birtist í líki ungrar og föngulegrar stúlku, til að freista hins helga manns. Nú fer ekki á milli mála að gjörning- ur unga mannsins í glerkistunni er end- urtekning á setu Símonar á súlunni, hliðstæðurnar blasa við, hvort sem það er ásetnings-endurtekning eða ekki. Bæði Símon og ungi maðurinn taka sér stöðu þar sem þeir eru varðir fyrir ásókn pílagríma, aðdáenda og fleiri, þrátt fyrir léttan klæðaburð, annar bak við gler, hinn uppi í hæðum. Gestir beggja færa þeim nauðsynlega næringu, þótt ungi maðurinn hafi kannske fengið eitthvað fjölbreyttara en flatbrauð og geitamjólk, enda matarræði breytt; og líkamsstarfsemi þeirra beggja, bæði upphaf og endir, fer fram fyrir allra augum. Báðir draga að sér ómælda athygli, því hvor um sig er talinn fremstur á sínu sviði, og í lokin fljúga þeir þráðbeint upp í stjörnuhimininn. Af því flugi dregur Bunuel upp óvænta mynd og kynni hún líka að tengja end- urtekninguna við fyrirmyndina; sem og líka kistan sem líður yfir sandinn í kvikmyndinni og boðar íverustað til- brigðisins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.