Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 104

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 104
H j a l t i Þ o r l e i f s s o n 104 TMM 2018 · 2 hvað sem liði hinum sannsögulega bakgrunni: „Ýms fyrirbrigði í íslensku þjóðlífi síðustu ára urðu mjer hvöt til að vinna þetta verk. Sagan um Sölva- eðlið er nútíðarsaga, þótt hún gerist fyrir nokkrum áratugum.“8 Enn fremur sagðist hann vilja birta Sölva í allri sinni nekt og hefði því markvisst orðið að varpa frá sér allri miskunnsemi. Þá var hann harðorður í garð Sölva, einkum í útlistunum sínum á því sem hann kallaði „Sölvaeðlið“ sem fólgið væri í þörf oflátunga til að hreykja sér með loginni frægð og krefjast alls af öllum öðrum en sjálfum sér.9 Yfirlýst markmið hans var því ekki beint að aumkast yfir hlutskipti einstaklinga á borð við Sölva heldur öllu heldur að áfellast lífsviðhorf þeirra og deila á þá sem honum fundust nú til dags taka sér þá til fyrirmyndar. Hér á eftir verður leitast við að skýra frekar þá mynd sem dregin er upp af Sölva Helgasyni í Sóloni Islandusi. Tekið skal fram að tilgangurinn er ekki að eigna Davíð skoðanir eða heimfæra upp á hann sjónarmið sem fram koma í þessu verki hans. Ómögulegt er að fullyrða um fyrirætlanir hans sjálfs nema það eitt sem hann kaus að halda á loft í aðdraganda útgáfunnar, að gildi aðalpersónunnar mættu sín að hans mati of mikils í samtímanum á 20. öld. Þau ummæli varpa ljósi á kjarna ritsins en þegar öllu er á botninn hvolft er hugmyndafræðin sem í því endurspeglast, sú afstaða sem þar birtist til Sölva auk ýmissa einkenna á orðræðu sögumanns, svo sem um grund- völl íslensks samfélags, í anda viðhorfa sem voru mun almennari á fjórða og fimmta áratug síðastliðinnar aldar en á 19. öld, hvað sem líður tilraunum til sögulegrar nákvæmni. Í fyrstu verður þó gripið niður í annað skáldverk um Sölva, eftir Elínborgu Lárusdóttur skáldkonu (1891–1976), og athygli vakin á ólíkri túlkun hennar og Davíðs á sama manninum. Hennar nálgun hefur, þegar á allt er litið, ef til vill orðið áhrifameiri í þeirri ímynd af honum sem hefur fest sig í sessi á síðustu árum. Hinn ofurmannlegi snillingur Á millistríðsárunum var talsverður áhugi á flökkurum eins og Sölva sem sett höfðu svip sinn á bændaþjóðfélag fyrri tíðar og því fer fjarri að Davíð hafi verið sá eini sem velti lífi þeirra og stöðu fyrir sér. Í upphafi 20. aldarinnar voru þeir að hverfa á braut og virtust margir sjá eftir þeim, samhliða þeim breytingum sem voru að eiga sér stað í landinu með aukinni nútímavæðingu, um leið og aðrir voru fegnir að vera lausir við þá.10 Sumt af því sem tekið var saman á þessum árum, burtséð frá sögu Davíðs, virðist hneigjast til að hefja þá til aukinnar virðingar, horfa fram hjá afbrotum þeirra og skýra ófarir þeirra með skilningsleysi og hörku samtíðarinnar.11 Í þriggja binda skáld- verki Elínborgar Lárusdóttur, Förumönnum, frá árunum 1939–1940 er þetta tilfellið en síðasta bindið helgar hún Sölva Helgasyni og kallar Solon Sokrates. Elínborg telur slæma framkomu samfylgdarfólks Sölva á 19. öld eiga stóran þátt í framferði hans meðan hann lifði og í örlögum hans. Æska hans er mið-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.