Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Side 106
H j a l t i Þ o r l e i f s s o n 106 TMM 2018 · 2 og mögulega hafa þau átt sinn þátt í að stuðla að auknum áhuga á mönnum eins og Sölva sem létu ekki utanaðkomandi vald beygja sig heldur héldu áfram að synda á móti straumnum á eigin forsendum, hvað sem í móti blés. Viðhorf Elínborgar til Sölva fer því saman við hugarfar í landinu á fyrri hluta síðustu aldar og sú afstaða að hann hafi verið einhvers konar misskilinn snillingur hefur, eins og fram er komið hér á undan, orðið lífseig. Í ævisögu hans eftir Jón Óskar (1921–1998), sem er frá árinu 1984, er óhætt að segja að skilyrðislaus samúð með merkum en niðurbældum listamanni sé til dæmis afdráttarlaus og alltumlykjandi.17 Þó að Davíð Stefánsson hafi hugsanlega gælt við svipaða hugmynd í Sóloni Islandusi, þá einkum í fyrri hlutanum, verður ekki annað sagt en að hann hafi á heildina litið tekið annan pól í hæðina og að í meðförum hans verði Sölvi aldrei hinn misskildi listamaður Elínborgar og Jóns Óskars. Um miðbik sögunnar er reyndar ekki laust við að afstaða söguhöfundarins breytist og að hann missi þá nokkuð skyndilega alla vorkunnsemi með honum. Í öllu falli var Davíð óneitanlega dómharðari og nálgaðist persónuna eftir öðrum leiðum. Til að mynda dró hann enga dul á alvarleika afbrota Sölva og þegar kemur fram í seinni hlutann er söguhetjan lítið annað en ribbaldi og nauðgari. Líkt og Elínborg gerði Davíð ekki lítið úr þeim erfiðleikum sem Sölvi mátti þola í æsku en sá þá í öðru ljósi, setti þá í víðara samhengi og sættist tæpast á að þar væri komin hin eina sanna skýring á örlögum hans. Þannig er gefið til kynna, svo sem í upphafsorðum sögunnar, að allir landsmenn hafi þurft að hafa fyrir lífinu og neyðst til að temja sér hörku í erfiðri lífsbaráttunni sem síðan hafi stig af stigi þróað þá í átt að kraftmikilli heildstæðri einingu sem í nútímanum geti loks staðið frjáls og sjálfstæð.18 Því hafi það ekki verið alslæmt, og satt að segja óhjákvæmilegt í harðneskjunni allri, að strákar fengju aðeins að kenna á því. Innræti Sölva hafi hins vegar verið með þeim hætti að hann lét allt sem vind um eyrun þjóta, tamdi sér ekki þá hógværð og iðjusemi sem voru nauðsynleg gildi við erfið lífsskilyrði heldur fór sínu fram án tillits til þeirrar félagslegu heildar sem hann tilheyrði og lét öðrum eftir að sjá fyrir sér.19 Myndin sem máluð er af sama manninum í skáldsögum þeirra Elínborgar og Davíðs er því ólík. Niðurstaða Davíðs felur í sér fordæmingu á lífsstefnu hans og hvatningu til Íslendinga að forðast siðlaust „Sölvaeðlið“ á meðan Elínborg dregur upp frekar einfalda og gagnrýnislausa mynd af hæfileikaríkum listamanni í óvægnu og listfjandsamlegu samfélagi fyrri tíðar. Postuli nýrrar stefnu og hugmyndafræði Á fjórða áratugnum, þegar Davíð vann að ritun Sólons Islandusar, átti sér stað gerjun í stjórnmálum hérlendis sem erlendis og algengt að höfundar gengju til liðs við annan hvorn vænginn. Á tímabili var Davíð veikur fyrir kenningum sósíalismans og sjást þess merki í sumum ljóðum kvæðabókanna Ný kvæði (1929) og Í byggðum (1933), en það afhjúpaðist fljótt að hann átti
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.