Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 107

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 107
TMM 2018 · 2 107 S ó l o n I s l a n d u s – h e t j u s a g a ? ekki samleið með þeirri róttækni sem einkenndi áhangendur hans um þetta leyti.20 Þegar á leið gaf hann lítið fyrir að skáld létu pólitískar skoðanir hafa áhrif á viðfangsefni sín en viðurkenndi um leið að sönn listaverk hefðu ávallt skýrt megininntak: „[…Skáldin berjast] fyrir þroska og frelsi þjóðar sinnar. Það er af misskilningi sprottið að álíta þau hlutlausa áhorfendur […],“21 lét hann hafa eftir sér í viðtali. Fyrir honum var höfundi óhjákvæmilegt að láta sig málefni líðandi stundar varða og taka afstöðu til þess sem í deiglunni var hverju sinni. Hann hafði samt frjálsar hendur og var ekki bundinn þjarkinu sem oft og tíðum einkenndi vettvang stjórnmálanna. Skoðanir voru nauð- synlegar og um þær átti kveðskapurinn að snúast. „Mestu varðar innihaldið, andinn. Sé hann aðeins fánýtt hjóm, er unnið fyrir gíg. Óskapnaður er aldrei list […],“22 tók hann fram í ritgerðinni „Bréf til uppskafningsins“.23 Þessar athugasemdir eru í samræmi við ósk hans um að sagan um Sölva talaði með beinum hætti inn í samtímann árið 1940, að hún þjónaði sem inn- legg í þjóðmálaumræðuna. Viðleitni í þá átt er víða merkjanleg og má til að mynda á nokkrum stöðum greina eins konar tilfærslu sögusviðsins frá sveita- umhverfi 19. aldar til stéttaátaka og pólitískrar ólgu millistríðsáranna á 20. öld. Þannig gerist Sölvi hápólitískur í ótilgreindu þorpi á Austfjörðum, heldur þrumuræðu yfir þorpsbúum og öðrum viðstöddum, lofar þeim öllu fögru og boðar nýjan heim þæginda þar sem enginn þurfi að hafa fyrir hlutunum fylki landsmenn sér að baki hans og viðurkenni forystu hans: Skipulag hins gamla tíma er úrelt, fornar dyggðir fjandsamlegar öllum mannrétt- indum. […] Við verðum að skapa ný lögmál og sýna, að við séum menn. Meira kaffi, en burt með skattalögin, meiri sykur, en burt með ábúðarlögin, meira brennivín, en burt með hegningarlögin. […] En við þurfum vélar, vélar til alls, svo að enginn til sjávar né sveita þurfi að drepa hendi í kalt vatn. Við þurfum að leggja járnbrautir […] dýpka árnar […] grafa göng gegnum fjöllin og brúa firðina. Þetta kostar ekk- ert. Aðeins nokkra miljarða. En til þess að geta framkvæmt þetta þarf byltingu, stjórnarbyltingu. […] Ég er sjálfkjörinn löggjafi [… þjóðarinnar] og frelsishetja. Ég er leiðarljósið. (II 226–227) Allt hefur þetta yfir sér lýðskrumsblæ og markmiðið eitt að fanga athygli fjöldans sem safnast hefur saman í kringum mælskumanninn. Á Siglu- firði heldur Sölvi uppteknum hætti og gerist helber byltingarsinni í anda kommúnista 20. aldar og hvetur menn til aðgerða gegn kirkjunni, verslunar- auðvaldinu og menntamönnum: „Klerkurinn, faktorinn og barnakennarinn eru hinn þríhöfðaði þursi, sá eitrispúandi dreki, sem ég mun berjast við með tungu minni, sverði sannleikans, og anda mínum […].“ (II 267) Með ræðum sínum stuðlar hann að ósamlyndi bæjarbúa þar sem hver höndin verður upp á móti annarri: „Fólkið skiptist í tvo flokka: Mér fylgdu hinir fáu réttlátu. […] Þeir höguðu sér eins og djöfulóðir. Presturinn […] æsti áhangendur sína gegn mér.“ (II 269) Sölvi verður hér leiðtogi sannkallaðs eyðingarafls sem magnar upp ófrið og sundrungu meðal þorpsbúa og stuðlar að hatri þeirra á milli.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.