Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Side 109

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Side 109
TMM 2018 · 2 109 S ó l o n I s l a n d u s – h e t j u s a g a ? Fyrir vítalistum stóð bóndinn næst „púlsi lífsins“, hinni nærandi og lifandi móðurjörð sem hann ræktaði af umhyggju og „hlustaði á“ til að geta komið til móts við allar hennar þarfir. Með alúð sinni og vinnusemi skaffaði hann sér og sínum þá kjarngóðu fæðu sem hún, ættjörðin, hafði af örlæti sínu ávallt látið þjóðinni í té.27 Viðhorf í þessa veru smitast út í texta Sólons Islandusar, meðal annars í því hvernig þéttbýli og dreifbýli er teflt saman, eins og áður var lýst, og þorpin þá gerð að ímynd hins spillta, óþjóðlega og stefnulausa. Þankagangur amtmannsins á Möðruvöllum, þar sem Sölvi starfar um stutt skeið, er í þessa veru en hann „[…] tigna[r] bóndann – traustustu máttarstoð þjóðfélagsins […]“ (I 294) og fordæmir undirlægjuhátt kaupstaðarfólks gagn- vart dönskum siðum. Út frá ofangreindu kemur því ekki á óvart hver hin verðuga fyrirmynd framtíðarleiðtoga þjóðarinnar er í Sóloni Islandusi. Hún felst ekki í lífs- gildum sundrungarseggsins Sölva heldur í hinni fullkomnu andstæðu hans, þeim dugmikla iðjusama stórbónda sem Trausti, hreppstjóri að Skálá, verður holdgervingur fyrir. Trausti fóstrar Sölva fram á fullorðinsár og vill í hví- vetna leiðbeina honum sem best hann getur þrátt fyrir litlar þakkir. Hann stendur traustum fótum í tilverunni og er óumdeildur verkstjóri í sinni sveit sem lætur ekki truflast af villuljósum nýtískunnar sem sífellt reynir að lokka til sín íslenska sveitafólkið með innihaldslausum glaumi og glysi. Snemma í sögunni er honum lýst á minnisstæðan hátt og það tekið fram að hann sé ekki valinn til trúnaðarstarfs síns með vinsældakosningu heldur sé hann fæddur til að gegna því: „Hann var ekki síðskeggjaður öldungur […] heldur maður um þrítugt, borinn til höfðingja, glaðlyndur að eðlisfari og vildi veita öllum úrlausn, sem til hans leituðu.“ (I 45) Trausti aðstoðar undirsáta sína af samviskusemi en er um leið meðvitaður um mikilvægi þess að hvetja þá til dáða og ýta undir sjálfsbjargarviðleitni þeirra: Hann læddist ekki […] í rökkrinu, heldur kom um hádaginn, svo að allir gætu séð, hver þar væri á ferð. Alstaðar fór hann óhræddur ferða sinna og átti víða erindi. Var honum lítt gefið um vol og vífilengjur, hlýddi þó á skýrslur annarra og tillögur og mat að verðleikum. Hafa vildi hann að undirstöðu og bakhjarli hvers máls það, er sannast reyndist, hvort sem öðrum líkaði betur eða ver. Veifiskati var hann enginn, en fastur fyrir og trygglyndur og harðvítugur, mætti hann mótspyrnu. Svikum og sérhlífni kunni hann illa, hvatti amlóða til sjálfsbjargar, en var þó athvarf margra vandræðamanna. (I 95) Trausti reynir að fá Sölva til að sjá sig um hönd og vinna fyrir lifibrauði sínu. Spekingurinn lætur sér fátt um finnast, þiggur ekki ráð og velvild hrepp- stjórans og baktalar hann í eyru manna af sínu sauðahúsi. „Amlóðunum, sem ekki geta fetað í fótspor atorkumannsins, er það fróun að heyra um hann spott og níð […],“ (II 97) segir um viðbrögð þeirra sem sperra eyrun við málflutningi rógberans. En slíkt nagg lætur Trausti sig engu skipta og heldur starfi sínu ótrauður áfram burtséð frá öllum kjaftagangi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.