Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 111

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 111
TMM 2018 · 2 111 S ó l o n I s l a n d u s – h e t j u s a g a ? í skáldsöguna eins og það var prentað í frásögn um dóminn í Nýjum félags- ritum árið 1849.31 Sigurður Nordal (1886–1974) taldi verkið mikið „[…] að vöxtum og fyrirferð […]“32 í sínum ritdómi og þótt hann sé afar jákvæður og telji Davíð hafa tekist vel upp örlar á því mati að styrkleiki hans lægi frekar í ljóðagerð. Meginpunkt skáldsögunnar setti Davíð þó fram á skýran og hnitmiðaðan hátt í áðurnefndu viðtali þar sem hann lagði áherslu á að í henni skrifaði hann til samtímans. Henni væri ætlað að vekja landsmenn til umhugsunar um bakgrunn sinn og arfleifð en jafnframt um framtíð þjóðarinnar og hvert hún stefndi. Í verkinu sem slíku reyndist honum hins vegar erfitt að tak- marka sig og boðskapurinn féll í skuggann og athygli lesenda beindist að öðru, svo sem að mörgum kaldhæðnum lýsingum á athöfnum og tilsvörum aðalpersónunnar. Ímynd Sölva Helgasonar sem misskilins listamanns var þegar farin að ryðja sér til rúms á fjórða áratugnum og hún átti eftir að eflast, til dæmis með bók Elínborgar, sem kom út sama ár og Sólon Islandus, og með ævisögu hans eftir Jón Óskar frá 1984. Sjálfur viðurkenndi Davíð síðar að bókin væri óþarflega löng, sagðist ekki hafa verið nægilega krítískur við samningu hennar og að hún hefði „fossað úr pennanum“.33 Takmark hans virðist hafa verið að skrifa beinskeytta ádeilusögu sem beindist að ritunartímanum en þegar á heildina er litið mistókst honum það þrátt fyrir að hafa höfðað til lesenda og komist inn á metsölulista. Að gera Sölva Helgason að málpípu kommúnísks áróðurs millistríðsáranna í íslensku sjávarþorpi á 19. öld er gildishlaðið en á illa við og virkar ósannfærandi. Honum hefði hugsanlega farnast betur ef hann hefði kastað Sölva til hliðar og fært „Sölvaeðlið“ með bókstaflegri hætti til nútímans, búið til nýja persónu, nýtt sögusvið – nýtt skáldverk – þar sem hann hefði sloppið við að eltast við allt sannfræðilegt. Að sömu niðurstöðu er einnig komist í höfundarlausri grein í blaðinu Nýju landi í nóvember árið 1940, sem Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur eignar Arnóri Sigurjónssyni (1893–1980), þáverandi ritstjóra þess, þar sem bókin er þar að auki sögð fjarri því að vera sú „skáld- og ævi- saga“ sem höfundur hennar hafi lagt upp með að rita.34 Lokaorð Út frá ummælum Davíðs í aðdraganda útgáfu Sólons Islandusar má slá því föstu að hann hafi ekki séð fyrir sér að móta misskilinn listamann, snilling eða afreksmann úr hinum margdæmda Sölva Helgasyni, ólíkt ýmsum öðrum sem gerðu sér líf förumannsins að efniviði. Þvert á móti hafi persónan í hans huga staðið fyrir skaðleg mein á borð við dramblæti, kjafthátt og lítils- virðingu fornra dyggða sem óx ásmegin í þjóðarvitundinni en nauðsynlegt væri að halda í skefjum ættu þau ekki að taka yfir í hinu nýja sjálfstæða ríki landsmanna. Forystumenn þess yrðu að búa yfir áreiðanlegri eiginleikum,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.