Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Qupperneq 16

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Qupperneq 16
Katrín Jakobsdóttir Fokk þú og þitt krú Endursköpun íslenskrar sjálfsmyndar í rappi Islensk menning er þýðing. Þegar spurt er hvað felist iþvíað vera íslending- ur eru svörin auðvitað ótalmörg. Það er hægt að tala um uppruna, ríkisborgararétt, þjóðarvitund, tungumál og margt fleira. Mig langar að breyta spurningunni eilítið og spyrja: Hvað felst í þvi að vera þjóðlegur - hvað er það sem gerir menn- ingarfyrirbæri þjóðleg? Og í þessu samhengi langar mig að ræða aðeins um menningar- straum sem enn má kalla menningarkima í ís- lensku samfélagi, þ.e. ísienskt rapp. I umræðu um erlenda og íslenska menningu hlýtur fyrsta skrefið að vera að velta fyrir sér þýðingarhugtakinu. Og jafnvel má spyrja: Getur fslensk menning verið annað en þýðing á er- lendri menningu? Segja má að mesti sprengi- krafturinn í dægurmenningu nútímans felist í rappinu sem er þýðing á erlendu menningar- formi - en sama má auðvitað segja um margar þókmenntagreinar. Glæpasagnahefðin er óneitanlega erlendur menningarstraumur sem (slendingar hafa fyrst tileinkað sér til fulls á síðustu árum. En eru þess- ar sögur óíslenskari en aðrar sögur? Ég efast um það. Sögur Arnaldar Indriðasonar fjalla að miklu leyti um það hvað í því felist að vera ís- lendingur og það áfall sem þjóðin hefur upplifað við að flytjast á einum mannsaldri úr sveitinni í borgina. Riddarasögur miðalda voru á sínum tíma er- lendir straumar að sunnan í íslenskri bók- menntasögu. Þar er óneitanlega á ferð íslensk þýðing á erlendu formi og sögurnar þykja kannski ekki íslenskar miðað við íslendingasög- urnar eða Sturlungu. En þyggjast þær síðar- nefndu ekki á sama grunni og Ari fróði? Og minnir sagnaritun Ara fróða ekki óneitanlega á til dæmis erlenda sagnaritun Beda munks? Erlendir straumar og íslensk sjálfsmynd Rapp er óneitanlega erlendur menningar- straumur sem á helst rætur að rekja til banda- rískra blökkumanna. Rappið barst mun fyrr til annarra Evrópulanda en íslands. Frakkland og Danmörk eru t.a.m. sterk vígi rapptónlistar sem að miklu leyti er röppuð á þjóðtungunni. Eins og þreski menningarfræðingurinn Simon Frith hefur bent á er rapp I eðli sínu póstmód- ernískt listform. Endursköpun er þar lykilatriði enda snýst rapp ekki alltaf um að semja nýja texta eða ný lög. Mun oftar er verið að koma gömlu efni til skila á nýjan hátt, í rappinu felst ný aðferð til merkingarsköpunar og til sjálfsmynd- arsköpunar. Þetta sést mjög vel í íslensku rappi þar sem melódíur rapplaganna eru oft teknar úr gömlum lögum og textar eru oft fullir af vísun- um í aðra texta. Sjálfsmynd hefur verið sívinsælt umræðuefni í fræðaheiminum undanfarin ár. Með póst- módernismanum riðlaðist merkingarkerfi okkar; mörk veruleika og gerviheims urðu óljós og þokukennd. Um leið breyttist sjálfsmyndin, varð brotakennd, tvístruð og breytileg. Þó að varhugavert sé að nota hugtakið sjálfs- mynd sakir mikillar þróunar í umræðu um það hugtak undanfarin ár er eigi að síður vart hægt að komast af án þess í fræðilegri umræðu, eins og Stuart Hall hefur bent á. Flann telur að hug- takið sé nauðsynlegt til að geta borið kennsl á og skilgreint hluti. En á póstmódernískum tímum er líka mjög varasamt að tala um sjálfsmynd sem óbreytan- lega eða endanlega. Zygmunt Bauman hefur nefnt að fólk sé í auknum mæli farið að skipta um vinnu, maka og heimili og um leið skiptir það um sjálfsmynd. Þannig má segja að sjálfs-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.