Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 24
og spinnur úr henni magnaðar tónsmíðar sem verður m.a. að skoða sem innlegg í færeyska sjálfstæðisbaráttu; loks má svo benda á sigur Önnu Katrínar Guðbrandsdóttur og fjögurra manna strengjasveitar frá Menntaskólanum á Akureyri í Söngkeppni framhaldsskólanna í ár, en þau fluttu Vísur Vatns- enda-Rósu í R'n'B útsetningu (og maður ímyndaði sér Skáld- Rósu sem blúsaða svertingja- konu í Suðurríkjunum). Að opna eða loka hefðum Allt eru þetta dæmi um hvernig hægt er að „opna" hefðina, túlka hana og setja í samhengi við samtímann þannig að öllum möguleikum er haldið opnum og sköpunarkraftinum gefinn laus taumur. Þau má skoða sem nokkurs konar and- stæður við viðleitni til að gefa mynd af fortíðinni í eitt skipti fyrir öll, að skilgreina hana og skýra og „loka" þannig hefðinni, eins og gert er þeg- ar reynt er að innleiða stefnufestu í notkun þjóð- búninga eða koma skikki á þjóðmenninguna í samnefndu húsi. Hvort tveggja felur að vísu í sér tilvísun til hefðar og á það sammerkt að skapa að nokkru leyti hefðina sem vísað er til, en nálgunin er engu að síður sláandi ólík. Væntanlega fer enginn í grafgötur með hvor- um megin hryggjar samúð mín liggur. En ég er auðvitað ekkert mótfallinn skýringum og skil- greiningum; þó ekki væri nema vegna þess að án þeirra væri snöggtum minni efniviður fyrir túlkun og þræðing. Best er að útlista muninn á þessu tvennu með skírskotun til menningarpóli- tíkur, þ.e. togstreitunnar um forræði á menning- arsviðinu: Á einhver íslenska menningu? Ef svo er, þá hver? Hver á tilkall til þess að setja fortíð- ina fram með sínum hætti? Þeir sem fara með menningarlegt forræði í samfé- laginu í krafti stofnana þess setja fram endanlegar skýringar og leitast við að „loka" hefðinni, en skjóta um leið traustum stoðum undir þá mynd sem dregin er upp af samtímanum. Aðrir gera tilraunirtil að „opna" hefð- ina, setja fortíðina í nýstár- legt samhengi við samtím- ann og sýna þannig hvort tveggja frá öðru sjónar- horni en við eigum að venjast. Þessar ólíku nálganir er ekki umorðalaust hægt að skilgreina til hægri eða vinstri né tengja við íhaldssemi og frjáls- lyndi, þótt vissulega fari þær í sumum tilvikum saman við svoleiðis andstæðupör. í öðrum til- vikum er því ekki þannig farið. Fjölmenningar- samfélagið hefur á undanförnum árum verið eitthvert helsta áhugamál þeirra sem predika frjálslynd viðhorf og kenna sig við vinstrið í stjórnmálum, ekki aðeins hér á landi heldur alls staðar á Vesturlöndum og þó víðar væri leitað. Hins vegar hættir fjölmenningarpólitík til að missa sjónar á margbreytileika fólks. Menning- areinkenni innflytjendahópa frá ýmsum ríkjum eiga það til að vera „fryst" í frjálslyndri orðræðu og fólki þröngvað til að lifa hálfgerðu þjóðbún- ingalífi sem fulltrúar „þjóð- menningar" þess rík- Auk þess að varðveita þekkinguna og leið- beina um notkun bún- ingsins virðist þannig þurfa að vernda þjóð- búninginn fyrir fólkinu landinu - en þetta er ágætt dæmi um við- leitni til að „loka" hefð. is sem það eða for- eldrar þess fluttu frá. Margir kannast við fjölmenningardaga í skólum þar sem börn eiga að koma klædd í þjóðleg föt uppruna- lands síns, bera á borð rétti þaðan eða koma á annan hátt fram sem fulltrúar fyrir staðalmynd af framandi þjóð. Hér fer lítið fyrir bræðingi, opnun og nýju samhengi; þvert á móti er þetta viðleitni til að „loka" hefðinni og, því miður, að loka fólk inni í henni. Kannski villir forskeytið „fjöl-" um fyrir fólki: Það eru ekki margar „menningar" eða margir „menningarheimar" sem hver um sig er eins- leit, lokuð heild. Það- an af síður eru Þjóðbúningurinn er annað dæmi um hvern- ig sníða má marg- breytilegri fortíð ein- faldan stakk. „þær" bundnar við landamæri þjóðríkja. Menn- ing er aðeins til í eintölu. Innan hennar er rúm fyr- ir margbreytileika og endalausa um- sköpun, alls konar ólíkar tilvísanir til hefðar (jafnvel rökvillur), en þá er líka nauðsynlegt að nálgast hana með opnum huga og opnum örmum. Efri mynd: Gréta Björg Jakobsdóttir, fjallkonan á Blönduósi, 17. júní 2003. Mynd: Húnahornið. Neðri mynd: Róbert Arnfinnsson og Inga Þórðardóttir sem Fjalla-Eyvindur og Halla í Þjóðleikhúsinu 1950. Mynd: Vignir. Valdimar Tr. Hafstein (f. 1972) vinnur að doktorsritgerð i þjóð- fræði og menningarfræði við Kaliforníuháskóla í Berkeley. Hann er stundakennari í þjóðfræði við Háskóla íslands og hefur aðsetur í ReykjavíkurAkademíunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.