Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 25
tmm bls. 23 Sýnisbækur njóta alltaf talsverðra vinsælda; bækur sem gefa mynd af ákveðnu tfmabili eða stefnu í bókmenntunum. Misjafnt er hvað ræður vali I slíkar bækur, það getur verið allt frá bókmenntategund (t.d. Ijóð eða smásögur) til þjóðernis og jafnvel kynferðis. Finna má fjölmargar sýnisbækur kvenna- bókmennta, bóka um eða eftir konur. í sumum eru verk kvenna frá ákveðnu landsvæði, aðrar taka mið af aldri skáldanna eða umfangi verka þeirra, enn aðrar af innihaldi verkanna. Áhugaverðar bækur The Penguin Book of International Women's Stories We Are the Stories We Tell The Best Short Stories by North American Women since 1945 Downhome An Anthology of Southern Women Writers Rithöfundarnir í fyrstu bók- inni sem hér er nefnd eiga það eitt sameiginlegt að vera kvenkyns. Útgefand- inn tekst á hendur það vandasama verk að „end- urspegla breytingar og væntingar í lífi kvenna hvar sem er í heiminum og sýna margbreytilega reynslu þeirra," eins og segir á kápu. Til að ná þessu metnaðarfulla markmiði eru birtar sögur þrjátíu og þriggja kvenna. Engin nor- ræn kona hlaut náð fyrir augum ritstjórans sem fellur þó ekki (alveg) í þá gryfju að velja bara þekktar enskumælandi konur. Kate Figes, ritstjóri bókarinnar, er með próf í arabísku og rússnesku og les því (einhverjar) framandi bókmenntir á frummálinu. Hún velur til dæmis konur frá Lí- banon, Mexíkó, Botsvana, Kína, Úrúgvæ, Kúbu, Ghana og Rússlandi. Fjórðungur hinna útvöldu er reyndarfrá Bandaríkjunum eða Bretlandi sem rit- stjórinn afsakar með skorti á þýðingum. Sögurnar í bókinni eru afskaplega fjölbreyttar, bæði að efni og stíl. Víða er grunnt á kímninni og margar þeirra hafa áberandi pólitískan undirtón, ekki síst sögur Nadine Gordimer frá Suður-Afríku og Isabel Allende sem hér er kennd við fæðing- arland sitt Perú. (Isabel er reyndar oftast kennd við Chile þar sem hún bjó lengst af. Hún býr hins vegar núna í Bandaríkjunum og lítur á þau sem annað heimaland sitt.) Flestar sagnanna fjalla um konur en í fáeinum þeirra er aðalpersónan karlkyns og þá í afar kvenlegu hlutverki, svo sem í sögum hinnar rússnesku Tatyönu Tolstayu og Banönu Yoshimoto frá Japan. Penguin Books, 1996 Bókin Við erum sögurnar sem við segjum hefur að geyma „bestu" smásög- urnar sem norðuramer- ískar konur hafa skrifað síðan 1945 (réttara sagt til ársins 1990 þegar bók- in kom út). Sögurnar 24 eru afskaplega fjölbreytt- ar enda ólíkir rithöfundar á ferð sem eiga mjög stóran samnefnara, bæði kynferði og heimsálfu. Hér eru heimsþekktar konur á borð við Margar- et Atwood og Alice Walker. Atwood hlaut Booker-verðlaunin fyrir tveimur árum fyrir skáld- söguna The Blind Assassin sem fjallað hefur verið um i tmm. Smásaga hennar kallast „Giv- ing Birth" og fjallar, eins og margar sagnanna í bókinni, um afar kvenlegan reynsluheim. Alice Walker hafði sent frá sér fjölda bóka sem vakið höfðu mikla athygli, meðal þeirra Purpuralitinn (The Color Purple, 1983) sem færði henni bæði Pulitzer-verðlaunin og bandarísku bókmennta- verðlaunin (The American Book Award). Wendy Martin tók bókina saman en hún er háskólakennari (í enskum bókmenntum) og hef- ur látið mikið að sér kveða í fræðilegri umfjöllun um kvenrithöfunda í Bandaríkjunum. Hún stofn- aði tímarit um kvennafræði í upphafi 8. áratug- arins og ritstýrði því frá upphafi. Af þeim bókum sem hér eru nefndar er þessi án nokkurs vafa sú femínískasta, ef svo má segja. Markmið rit- stjórans er augljóslega ekki bara að velja konur heldur konur sem hafa eitthvað að segja (satt eða skáldað) um stöðu kvenna. Pantheon Books, 1990 Hringurinn þrengist aðeins í bókinni Downhome. Rit- höfundarnir sem urðu fyr- ir valinu eiga það sameig- inlegt að vera konur frá Suðurríkjum Bandaríkj- anna. Þær eru af ýmsum toga, sumar fæddar um miðbik 19. aldar, aðrar starfandi samtímahöfundar, sumar hvítar, aðrar svartar. Sögurnar bera uppruna sínum vitni, þær eru litaðar trúarsannfæringu og ættjarðarást, stíllinn er víða biblíukenndur og heimilið og fjöl- skyldan eru (forgrunni, eins og titill bókarinnar ber með sér: „Heima, niðurfrá". Vitaskuld er nálgunin þó misjöfn og sumar konurnar líta mjög kaldhæðnum augum á umhverfi sitt. Ritstjórinn, Susie Mee, hefur skrifað sinn eig- in óð til Suðurríkjanna en bók hennar The Girl who Loved Elvis kom út fyrir fáeinum árum. Mee vekur athygli á því í inngangi að bókinni hvernig frelsisbarátta svertingja hefur blásið vindi í segl annarrar jafnréttisbaráttu. í Suðurríkj- unum var þetta mjög áberandi og það gaf Mee hugmyndina að bókinni. Á sjöunda áratugnum, þegar borgaraleg réttindi svertingja jukust í Suð- urríkjunum, fengu Suðurríkjakonur óvænt tæki- færi til að losna úr viðjum vanans og standa á eigin fótum. Mee velur sögurnar í bókinni með tilliti til þess að skáldkonurnar eru að störfum í hringiðu þessara samfélagsbreytinga, þær elstu skrifa á tímum þrælahalds og kúgunar, þær yngstu hafa kynnst uppreisn sjöunda áratugar- ins gegn hvers kyns kúgun þegar grafa fór und- an ægivaldi hvítra karla. Konurnar í bókinni eiga minningar um Suðurríkin sem spennandi er að lesa með hliðsjón af tíðarandanum. Harcourt, 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.