Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Side 63

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Side 63
Stílfræði skáldsagna tmm bls. 61 samtölum persóna, sem stefnt er hverju gegn öðru, er fróðlegt og sýnir visst gildismat í sam- tímanum. En um leið sýnir þetta að höfundur er að þreifa fyrir sér um aðferðir og fyrirmyndir til að skrifa skáldsögu um efni úr eigin samtíð. í sögum hans - og Torfhildar - má sjá sérstæðar náttúrulýsingar sem ekki höfðu áður fengið þegnrétt í sagnagerðinni, og jafnframt er tjáning tilfinninga orðin að listrænu viðfangsefni skáld- sagna. Hér er greinilega verið að yrkja nýjan reit sem áður hafði verið lítt ræktaður á íslensku, eins og Peter Hallberg bendir á.2 Athyglisvert er að bera saman efni sem Jón tekur úr sagnaþátt- um og hvernig hann gerir sér far um að um- skapa það með brögðum skáldsögunnar: svið- setningu, sjónbeiningu og myndrænum lýsing- um og líkingum.3 En hér er einnig að finna ýmis frumstæð einkenni. Málsgreinar í samtölum þeirra persóna sem höfundur hefur velþóknun á eru yfirleitt reglufastar, á ögn hátíðlegu, klass- ísku máli. Reyndar er einn af meginkostum sagna Jóns fólginn í mergjuðu máli og tilsvörum ýmissa aukapersóna. Persónur hugsa líka upp- hátt, því bæði hjá Jóni og Torfhildi eru hugsanir settar fram annars vegar í óbeinni ræðu, hins vegar í beinni ræðu innan gæsalappa. Straumhvörf nútímans Innra eintal í hálfbeinni ræðu, þar sem hugsun persónunnar og rödd sögumanns sameinast, er nýjung Verðandimannanna Einars H. Kvarans og Gests Pálssonar í íslenskri skáldsagnagerð. Þeir beita þessu stílbragði báðir á mjög mark- vissan, ísmeygilegan hátt: Einar til að gera les- andann innlifaðan örlögum þeirra olnbogabarna sem lýst er, en Gestur gerir það að verkfæri út- smoginnar íróníu. Dæmi slíks er eftirfarandi Sagnalist íslensk stítfræði II skattfsifqur 1850-1970 Þorleifur Hauksson hugsanalýsing Bjarna guðfræðikandídats í Vor- draumi: Og svo kom fegurð Önnu til, einhver voðaleg fegurð, hræðilega holdleg og töfrandi. Og þar við bættist líka vorið, heillandi og tryllandi öll skilningarvit. Hvað það gat verið hættulegt, vorið, fyrir mannlegan breyzkleika: í stað þess að menn ættu að drekka alla þessa feg- urð inn í sálina sem lifandi lofgerð um skapar- ann, væri svo hætt við, að líkaminn drykki það í sig til að efla skilningarvita-tilfinningar, sem væru svo syndum spiltar og þyrftu að stýrast af endurfæddum anda.4 Hér er guðfræðingurinn að afsaka fyrir sjálfum sér að hafa lent á glapstigum, réttlæta eigin breytni, skilgreina að nýju hvað sé „rétt eða kristilegt", hættulegt og syndugt. Sögumanns- írónían er felld inn í hugsanalýsinguna. Einkum er val hinna gildishlöðnu orða allsérstakt5 og varpar skýru Ijósi á tvískinnung hins unga prestsefnis. Þeir höfundar sem hér eru komnir til skjal- anna hvor sínum megin við aldamótin tilheyra raunsæisstefnunni, eða því sem kallað hefur verið 'straumhvörf nútímans', det moderne gennembrud. Segja má að með þeim hafi ís- lenska skáldsagan fyrst komist að einhverju leyti til jafns við skáldsögur samtímans úti í Evr- ópu. Verk þessara höfunda hafa verið nokkuð vanmetin og ekki mikið verið gert af því að kanna stíl þeirra. Þórður Helgason hefur að vísu gert grein fyrir impressjónískum einkennum í sögum Þorgils gjallanda og Sveinn Skorri Hösk- uldsson hefur skoðað ákvæðisorð í lýsingum hjá Gesti Pálssyni sem „þjóna því marki að gefa lesanda bending, lokka hann til þátttöku í ákvörðun merkingar aðalorðsins".6 Eitt af því sem er nýstárlegt í sögum Einars H. Kvarans er hvernig hann notar samtöl. I skáld- sögum annarra höfunda tímabilsins er leitun að málfari sem líkist þessu ísmeygilega dæmi úr einni fyrstu smásögunni sem Einarsendi frá sér: - Hvers vegna vildirðu þá heldur eiga hana en allar aðrar stúlkur? sagði eg. - Æ, þú ert svoddan þöngulhöfuð, drengur. Geturðu ekki beðið, þangað til að því er komið. Það vilja allir alminnilegir menn helzt eignast einhverja sérstaka stúlku, en svo er bara undir því komið, að þeir sjái þessa stúlku áður en þeir giftast, því að annars - því að annars - því að ann- ars - já, því að annars er verra að vera gift- ur en hreint og beint að vera ógiftur. Sko, eg hefi nú altaf hugsað mér það að vera giftur og vilja einhverja aðra llkast því að vera naut og vera bundinn á fremsta bás- inn (fjósinu, og fá svo ekki nema úthey, en finna lyktina af töðunni, sem kúnum er gef- in, því sérðu, ef nautið væri ekki bundið, þá gæti það farið upp í básana til kúnna og fengið sér dálitla glefsu af töðunni ...7

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.