Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Side 65

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Side 65
Stilfræði skáldsagna tmm bls. 63 módernískur stíll. íslensku módernistarnir eru einnig mjög ólíkir hver öðrum. Helst má finna skyldleika í aðferð Geirs Kristjánssonar og Svövu Jakobsdóttur. Bæði ganga út frá nokkurn veginn raunsæju sögusviði. Það er síðan brotið upp með mismunandi afbrigðum framandgerv- ingar sem afhjúpa þennan heim, sýna hann í óvæntu, jafnvel afskræmdu Ijósi. [ sagnastíl Thors Vilhjálmssonar eru allar reglur raunsæis- legrar frásagnar dæmdar úr leik, bæði að því er varðar tíma, umhverfi, framvindu og persónur. í staðinn virðist listin ein þess megnug að um- mynda alla þessa þætti og birta hinn 'sanna' veruleika. Sögur Steinars Sigurjónssonar þokast í sömu átt á því tímabili sem hér er til athugun- ar. Hjá báðum felur þetta í sér talsverða ný- myndun máls. Hjá Steinari kemur það fram í ný- yrðum og notkun orða í óvenjulegri og nýstár- legri merkingu. Á sama hátt er einn af grunn- þáttunum í stíl Thors líkingamál með djörfum, óvæntum tengingum ólíkra myndsviða. Sem dæmi um þetta má taka eftirfarandi lýsingu á eimlest um nótt í Andliti í spegli dropans 1957: sem gat ekki hætt að æða áfram í endalausri nóttinni með hvítan reykinn sem stundum fleygðist eins og hjúpandi traf utan um hana sjálfa eða kastaðist út í loftið eins og kona að hlaupa í stormi í brúðarklæðum með flaks- andi slóða og slitnaði frá lestinni og týndist í svörtu veðri næturinnar og ömurleikinn hékk út um alla glugga lestarinnar og lamdist við teinana þar sem hún þaut um lönd heimsins með langdregnum og tilbreytingalausum tón sem var spenntur upp yfir skala hljómkvið- unnar. Og í trylltum rauðum dansi inni í ofni sem var ákaft kyntur í eimlestinni var hjarta sem kona hafði átt eða kannski maður og lét svo mikið í ofninum hvernig sem á því stóð að lestin nötraði af þessum fáránlega hjartslætti að ofnlokurnar hrukku upp og það var engin leið að loka þeim aftur.12 Hefðbundin viðlíking, reykjar-traf, ummyndast í slæðu brúðar á hlaupum móti storminum, sem síðan slitnar af og tætist út í nóttina; þá er öm- urleikinn persónugerður og hlutgerður ( líkingu þungrar ábreiðu sem lemst niður á teinana. Og það sem knýr þessa æðandi lest er mannshjarta sem er svo hlaðið tilfinningu að ofninn er alveg að springa. Stígandi myndmálsins er þanin út í villtasta súrrealisma. Umhverfinu er lýst af nákvæmni f sögum Guðbergs Bergssonar, en heimurinn er samt alls ekki allur þar sem hann er séður. Meðal að- ferða hans til framandgervingar á veruleikanum má nefna hálfgróteskar, smásmugulegar lýsing- ar á athöfnum og aðstæðum af því tagi sem hefðbundnar bókmenntir hlaupa yfir og sneiða hjá, ennfremur skopstælingar á goðsögnum og gildum, jafnvel aðferð furðusögunnar í líkingu við sögur Svövu Jakobsdóttur. Persónur Guð- bergs eru iðulega einangraðar hver frá annarri og ráðvilltar innan sögunnar. Söguheimurinn ruglast og persónurnar draga eigin tilvist í efa, sem meðal annars stuðlar að því að snúa sögu- þræðinum í „margbrotinn skáldskap, sem stendur fastur í hænuhaus lesandans".13 Ritmál og talmál Talmál kemur ævinlega mjög við sögu í viðleitni höfunda til að endurnýja ritstílinn, losa viðjar staðnaðs bókmáls. Rithefðin er íhaldssöm - og bókmenntastofnunin ekki síður - og það má finna einhvers konar togstreitu milli bókmáls og talmáls svo að segja allt þetta tímabil. Taka má dæmi af upphafsorðum Höllu eftir Jón Trausta frá 1906: „Engin vera á jarðríki er eins ham- ingjusöm og ung stúlka, sem er hraust og fríð sýnum." Um þetta segir í ritdómi: Þetta segir enginn íslendingur fyr en hann er farinn að hugsa á dönsku. Þetta er á íslenzku: „Engin vera á jarðríki á eins gott o.s.frv."14 Næstum hálfri öld síðar snuprar Kristinn E. Andrésson Stefán Jónsson í annars vinsamleg- um ritdómi um barnabókina Margt getur skemmtilegt skeð 1949 fyrir að láta of mikið undan fyrir því sem hann kallar götutískuorð unglinga í Reykjavík: Tungutak eins og blábjáni, svellkaldur, troða upp, múður, ótæmandi möguleiki, krassandi, bráhár, óforskammaður, vegkantur o.fl. er hart að þola af jafn gáfuðum og vandlátum höfundi og Stefáni Jónssyni.15 Þorri ritdómara brást illa við Vögguvísu Elíasar Marar 1950 vegna þess að hann hafði orðtekið unglingamál í Reykjavík og notað það í sögunni, og fleiri dæmi mætti nefna. Innleiðsla slangurs sem eins af málsniðum í skáldsögu fær ekki fullan þegnrétt fyrr en í Ástum samtyndra hjóna eftirGuðberg Bergsson 1967. Fyrrnefnd aðgreining ritmáls og talmáls er nú naumast lengur fyrir hendi ef marka má allra nýjustu skáldsögur. En til að rekja aðdraganda þess eftir 1970 þyrfti sjálfsagt að skrifa nýja bók. 1 íslensk stílfræði (1994), 79. 2 Peter Hallberg: Jón Thoroddsen og frásagnarlist l’s- lendingasagna. Skírnir 132, (1958), 158. 3 íslensk stilfræði (1994), 559-560. 4 Gestur Pálsson: Ritsafn. Reykjavík 1927, 215. 5 Sbr. voðaleg, fegurð, hræðilega, töfrandi, heillandi, tryllandi, hættulegt, breyzkleika, lifandi lofgerð, spiltar. 6 Þórður Helgason: Inngangur. Þorgils gjallandi: Sögur. Úrval. Reykjavík 1978, 54-60; Sveinn Skorri Hösk- uldsson: Gestur Pálsson, Ævi og verk. Reykjavík 1965, 625-629. 7 Einar H. Kvaran: Ritsafn I. Reykjavík 1943, 16-17. 8 Eimreiðin 34 (1928), 101-102. 9 Halldór Kiljan Laxness. Sjálfstætt fólk. Önnur út- gáfa (1952), 472. 10 Ofvitinn //(1941), 50. 11 Matthías Johannessen og Þórbergur Þórðarson: í kompaníi við allífið (1959), 175. 12 Thor Vilhjálmsson: Andlit i spegli dropans (1957), 200. 13 Guðbergur Bergsson: Anna (1969), 249. 14 Fjallkonan 23, 1906, 45. tbl. (Einar H. Kvaran). 15 Tímarit Máls og menningar M, (1950), 1-2, 145. Þorleifur Hauksson (f. 1941) er cand. mag. í íslenskum bók- menntum, málfræði og latínu. Verk hans, Sagnalist, er væntan- legt frá Máli og menningu á næstu vikum. Þorleifur sendi frá sér bókina íslensk stfífræði árið 1994, ásamt Þóri Óskarssyni.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.