Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 17
Að standa af sér slaginn bæ. Ég held að þetta hafi gerst með viku millibili. Og þá gerist tvennt í senn: Aggi verður frægur, enda aðalleikarinn í kvikmyndinni, og þessar bækur mínar verða geysilega frægar og umtalaðar. Sko, þær voru enginn stór sölusökksess þegar þær komu fyrst út, það var ekki yfir neinu að kvarta fyrir ungan skáldsagnahöfund en þær voru engar metsölubækur, dröttuðust í meðalsölu og fengu ágæta dóma en það var enginn stjörnustatus í kringum þær. En eftir að leikritið var frumsýnt varð sprenging. Það varð feikilega vinsælt, sýnt eitthvað 130 sinnum fýrir fullu húsi, Mál og menning endurútgaf bækurnar bæði í kilju og stórbók og þær bulluðust út. Um svipað leyti fór að spyrjast út að það væri verið að gera erlenda útgáfusamninga. Aggi fór að stunda barina, frægur maður, kvikmyndaleikari og með óheflað yfirbragð töffarans, og kynntist ýmsu fólki. Og það fór smám saman að verða mikil eftirspurn eftir því hvort hann ætti ekki þessar sögur. Ég man að hann sagði mér þetta fyrst eins og brandara, hvað allir væru vitlausir á íslandi, það væri alveg sama hvar hann kæmi, fólk væri alltaf að segja „þú átt þetta, hvað ætli hann hafi getað skrifað þetta, þessi drengur“ og svona. „Hvað heldurðu að hann sé að græða á þessari sýningu? Alltaf fullt hús! Hann er að mala gull á þessu. Hvernig var það, varst þú ekki að hjálpa honum með þetta?" „Ja, ég náttúrulega sagði honum þessar sögur ...“ Svo fór að spyrjast út að ég hefði tekið hann upp á segulband. „Og hvað, skrifaði hann þetta bara upp eftir bandinu?“ „Ja, hann færði þetta í stílinn...“ „Hvernig þá?“ „Ja, hann breytti nöfnum og svona!“ Það varð smám saman geysilegt umtal um þetta og fólk hafði svolítið gaman af að ímynda sér að ég ætti ekki skilið að njóta allrar þessarar vel- gengni. Smám saman fór þetta að síast inn í Agga og hann fer að velta fyrir sér hvort þetta sé ekki bara orðrétt eftir honum haft. Ég fór að heyra utan að mér sögur af kránum, Bíóbarnum og Kaffi List þar sem intellí- gensían hélt sig og hrúgaðist að Agga og vildi heyra allt um þetta, hann varð eftirsóttur í partýum þar sem hann var beðinn að segja frá þessu fólki og kvitturinn magnaðist um að hann hefði samið þetta, það væri allt á einhverjum böndum. Aggi sagði aldrei neitt um þetta opinberlega. Það kom viðtal við hann í Mannlífi og Morgunblaðinu meðan við vorum enn í sambandi, og hann sagði mér að það hefði komið sér á óvart hvað þessir blaðamenn lágu í honum að segja vonda hluti um mig. En eins og hann sagði við mig „þá datt mér ekki í hug að láta þessa helvítis vitleysinga hafa mig út í að skíta þig út opinberlega, einn af mínum bestu vinum!“ Þetta var orðinn leiðinlegur kliður en ekkert sem maður gat brugðist TMM 2004 ■ 2 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.