Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 17
Að standa af sér slaginn
bæ. Ég held að þetta hafi gerst með viku millibili. Og þá gerist tvennt í
senn: Aggi verður frægur, enda aðalleikarinn í kvikmyndinni, og þessar
bækur mínar verða geysilega frægar og umtalaðar. Sko, þær voru enginn
stór sölusökksess þegar þær komu fyrst út, það var ekki yfir neinu að
kvarta fyrir ungan skáldsagnahöfund en þær voru engar metsölubækur,
dröttuðust í meðalsölu og fengu ágæta dóma en það var enginn
stjörnustatus í kringum þær. En eftir að leikritið var frumsýnt varð
sprenging. Það varð feikilega vinsælt, sýnt eitthvað 130 sinnum fýrir fullu
húsi, Mál og menning endurútgaf bækurnar bæði í kilju og stórbók og
þær bulluðust út. Um svipað leyti fór að spyrjast út að það væri verið að
gera erlenda útgáfusamninga.
Aggi fór að stunda barina, frægur maður, kvikmyndaleikari og með
óheflað yfirbragð töffarans, og kynntist ýmsu fólki. Og það fór smám
saman að verða mikil eftirspurn eftir því hvort hann ætti ekki þessar
sögur. Ég man að hann sagði mér þetta fyrst eins og brandara, hvað allir
væru vitlausir á íslandi, það væri alveg sama hvar hann kæmi, fólk væri
alltaf að segja „þú átt þetta, hvað ætli hann hafi getað skrifað þetta, þessi
drengur“ og svona. „Hvað heldurðu að hann sé að græða á þessari
sýningu? Alltaf fullt hús! Hann er að mala gull á þessu. Hvernig var það,
varst þú ekki að hjálpa honum með þetta?" „Ja, ég náttúrulega sagði
honum þessar sögur ...“
Svo fór að spyrjast út að ég hefði tekið hann upp á segulband. „Og
hvað, skrifaði hann þetta bara upp eftir bandinu?“ „Ja, hann færði þetta í
stílinn...“ „Hvernig þá?“ „Ja, hann breytti nöfnum og svona!“
Það varð smám saman geysilegt umtal um þetta og fólk hafði svolítið
gaman af að ímynda sér að ég ætti ekki skilið að njóta allrar þessarar vel-
gengni. Smám saman fór þetta að síast inn í Agga og hann fer að velta
fyrir sér hvort þetta sé ekki bara orðrétt eftir honum haft. Ég fór að heyra
utan að mér sögur af kránum, Bíóbarnum og Kaffi List þar sem intellí-
gensían hélt sig og hrúgaðist að Agga og vildi heyra allt um þetta, hann
varð eftirsóttur í partýum þar sem hann var beðinn að segja frá þessu
fólki og kvitturinn magnaðist um að hann hefði samið þetta, það væri
allt á einhverjum böndum.
Aggi sagði aldrei neitt um þetta opinberlega. Það kom viðtal við hann
í Mannlífi og Morgunblaðinu meðan við vorum enn í sambandi, og hann
sagði mér að það hefði komið sér á óvart hvað þessir blaðamenn lágu í
honum að segja vonda hluti um mig. En eins og hann sagði við mig „þá
datt mér ekki í hug að láta þessa helvítis vitleysinga hafa mig út í að skíta
þig út opinberlega, einn af mínum bestu vinum!“
Þetta var orðinn leiðinlegur kliður en ekkert sem maður gat brugðist
TMM 2004 ■ 2
15