Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 24
Einar Kárason
svo að ég myndi lifa af hálfs árs pásu; ég sótti um til þriggja ára til að
skrifa stóra sögulega skáldsögu um efni sem ég útlistaði fyrir nefndinni,
og hún mun koma þótt hún frestist kannski um ár frá því sem var upp-
haflega planið.“
Manni verður ósjálfrátt hugsað til þess þegar Jónas frá Hriflu lækkaði
Halldór Laxness í launum. Honum er ennþá legið á hálsi fyrir það, sextíu
árum síðar ...
„Já, Halldór var lækkaður úr 5000 krónum í 1800 krónur fyrir að vera
vont og óþjóðlegt skáld. Það sama má eflaust segja um mig og auðvitað
miklu frekar - maður mælir sig ekki við sjálfan stórmeistarann."
Geysileg forréttindi
Að lokum ein stór spurning: Hvernig er staðan í íslenskum bókmenntum
núna í byrjun nýrrar aldar -ogá hvaða leið eru þær? Lestu mikið?
„Já, já, ég les allt þetta helsta sem kemur út.
Það byrjaði mikil uppsveifla í skáldsagnaritun um 1976-7, og næstu
tíu ár eða svo komu fram nokkrir nýir höfundar á ári. Þetta er kynslóðin
mín þó að ég sé þar í yngri kantinum. í henni eru meðal annarra Ólafur
Haukur, Ólafur Gunnarsson, Pétur Gunnarsson, Þórarinn Eldjárn, Stein-
unn Sigurðardóttir, Einar Már og Vigdís Grímsdóttir. Meiri vafi hvort
Guðmundur Andri, Hallgrímur Helgason og Ólafur Jóhann Ólafsson
eiga að teljast í þeim hópi, þeir eru örlítið yngri og byrjuðu eitthvað
seinna. Allt eru þetta góðir höfundar og engin sensjasjón þó að þetta fólk
gefi út góða bók sem það þó gerir alveg reglulega. Við höfum öll verið
mjög aktív og líka yngri menn eins og Gyrðir og Sjón, Kristín Ómars og
fleiri.
Eftir þessa miklu bylgju kom dálítið bil, efnilegir höfundar komu ekki
fram eins ört, en á allra síðustu árum hefur komið talsvert mikið af
góðum höfundum. Sumum þeirra hef ég tröllatrú á - eins og Stefáni
Mána, hann á eftir að verða verulega góður höfundur, sömuleiðis var ég
ánægður með Landslag er aldrei asnalegt, fyrstu bók Bergsveins Birgis-
sonar, einhver skemmtileg geggjun þar á ferðinni eins og verður að vera.
Mér sýnist Steinar Bragi mikið efni, og að sjálfsögðu Guðrún Eva Mín-
ervudóttir - að maður tali nú ekki um Andra Snæ. Þetta unga fólk hefur
mikið sjálfstraust, það lítur svo á að það komi fram með nýtt erindi - sem
er alltaf skemmtilegt.
Það eru að sumu leyti mikil forréttindi að vera rithöfundur á Islandi.
Mínusinn er hvað markaðurinn er lítill, en þjóðin er bara svo litterer.
Þetta getur hljómað eins og bölvað mont eða hallærislegt skjall en það er
22
TMM 2004 • 2