Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 28
Hólmfríður Garðarsdóttir Dulmagn Vigdísar Latnesk-amerískt töfraraunsæi eða alíslenskt dulsœi í verkum Vigdísar Grímsdóttur Með útkomu bókarinnar Þegar stjarna hrapar í nóvember síðastliðnum lokaði Vigdís Grímsdóttir flóknum frásagnarhring. Fyrst og fremst lok- aði hún þríleiknum sem hófst með skáldsögunni Frá Ijósi til Ijóss (2001) og dafnaði í verkinu Hjarta, tungl og bláir fuglar (2002). En þar að auki lokaði hún þroskasögum ólíkra einstaklinga sem saman skapa sérstæða veröld sem staðsett er í reykvískum raunveruleika samtímans. í þrí- leiknum móta forlög og innsæi, draugatrú og dulmagn, kynngikraftur og kukl líf söguhetju hverrar bókar. Þroska- og ferðasöguformið verða í þessum verkum tæki höfundar til að flytja aðalpersónur sínar að heiman og heim í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Á leið frá Reykjavík til Madrídar (nærri Santa Fe) í Nýju Mexíkó spretta fram margar ólíkar sögur sem hlykkjast áfram og skarast. Ferðalangurinn leggur upp í leit að stað og stund, skilningi og svari, en uppgötvar að endastöðin er ekki til; að sannleikurinn er síbreytilegur og svörin óendanlega mörg. Ævisögur Lenna eldri, Rósu fósturdóttur hans og Lenna yngri, sonar Rósu og föður hennar, segja frá ferðalögum fólks yfir lönd og höf sem ryðja brautir um eigin hugarheim og sjálf. Ferðalag Lenna eldri er frá hinu þekkta til hins óþekkta og ferðamát- inn ræðst af eljusemi og óþreyju. Ferð Rósu stjórnast af því að hún telur sig vita hvert ferðinni er heitið, en um leið og hana langar að vita og skilja þá forðast hún skilninginn. Ferð Lenna yngri er ferðin til baka og erindið að svipta burt hulunni og skyggnast í skúmaskot þess ósagða. En engin ævisaga er tæmandi og verður aldrei sögð frá öllum sjónarhornum. Þess vegna fáum við ekki að vita hvernig Lenni yngri bregst við því að koma til baka til ættjarðarinnar dulúðugu þar sem faðir hans og afi búa í sama manninum. Átakamikil og óhefðbundin íjölskyldusaga er sögð af geisl- andi frásagnargleði þar sem íslensk þjóðtrú og dulmagn óvissunnar leika lausum hala. Hringnum er næstum lokað með ævintýralegu ferðalagi um 26 TMM 2004 • 2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.