Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 33
Dulmagn Vigdísar
öryggi þeirra og sjálfstrausti er upplagið sem þær fá til að vinna úr á
þroskabrautinni runnið af rótum íslenskrar alþýðumenningar og trúar.
Það er hins vegar með útkomu Hjarta, tungls og blárra fugla (2002) að
þeir sem vilja tengja verk Vigdísar Grímsdóttur töfraraunsæinu gætu
fundið rök fyrir máli sínu. Sagan, sem sögð er af Lenna yngri, opnast í
„fjallaþorpinu Madrid, fyrir sunnan Santa Fe“ þar sem kyrrðin er svo
mikil að „maður heyrir kanínur skjótast milli runna og bláfugla verpa í
trjám“ (8). Samskipti Lenna við uppeldisfélaga sinn, nágrannastelpuna
Editu, opna ný tækifæri fjölmenningarlegrar túlkunar á innihaldi textans
því hún „er indjáni“ (17) og „trúir á raddir blóma, dýra og engla, talar við
cayota og kanínur og skilur mál náttúrunnar svo vel að hún syngur með
fiðrildum og öðrum vængjuðum verum sem enginn sér nema hún“ (12).
Hún „ríður á baki cayota“(93) sem „skíta stundum gulleggjum“ (33) og
segir sögur af konu með „langa og breiða þöður á bakinu sem kemur í
veg fyrir að hún geti legið út af‘ (44). En það kemur fljótlega á daginn að
Lenni er eplið sem féll ekki langt frá eikinni. Hann hefur ákveðið að fara
til íslands því í draumum hans „er land, eyja í hafinu, há fjöll og jöklar,
snjór og rigning, ljóð og sögur“ (25). Um leið og sagan segir frá uppvaxt-
arárum Lenna á sléttum Nýju Mexíkó þá undirbýr hún lesandann undir
ferðina heim, ferð hans til Islands. Lenni er hagleiksmaður á tré og til-
veran snýst um að skera út fugla og furðuverur, hlusta á sögur og ævin-
týri, um leið og hugmyndir hans um raunveruleikann mótast af því
áþreifanlega og útskýranlega í umhverfmu. Honum hefur lærst að maður
mótmælir ekki konum og að það eru þær sem láta hlutina gerast. Veru-
leiki Lenna mótast af afanum Lenna og prédikaranum Róbert, sem lifa
undir stjórn kvennanna Floru og Rósítu. Hver karl hefur sína konu og
hver kona sína veröld, sinn sjálfstæða hugarheim. Og það er ef til vill hér
sem Gauti Kristmannsson fínnur latnesk-amerískt töfraraunsæi því þessi
margveruleiki kvennanna í lífi Lenna mótar mjög andrúmsloff þríleiks-
ins. Hér kemst verkið næst því að geta tengst þeirri merkingu sem Carp-
entier leggur í hugtakið, vegna þess að hver kvenpersóna þríleiksins er
margslungin og óræð. Rétt er þó að hafa hugfast að margræði þeirra er
ekki menningarlegt heldur huglægt. Það byggir á persónulegum þáttum
en ekki umhverfislegum. Hóran Flora sem gengur Lenna í ömmu stað
„kunni allt, skildi allt og vissi allt sem skipti máli“(132) en býr á sama
tíma í fjarlægri veröld drykkjukonunnar þar sem sögur um glæsta tíma
og fyrri blómaskeið móta hvern dag (111-113). Tilvera Rósítu móður
hans er einnig fjarlæg, dul og einhvernveginn ekki hér og nú. Hún talar
„við mig í hálfkveðnum vísum“ (35) og vísar frá sér öllu tali um fjarveru
föðurins sem lengi var vænst en „sendi aldrei nema þetta eina bréf‘ (47).
TMM 2004 • 2
31