Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 42
Böðvar Guðmundsson hólinn. Stundum er harðfenni og þá er þetta leikur einn. Hænurnar eru svo mikil endemi að þær eiga það til að skíta í trogið sitt, og hann verður að hreinsa það áður en hann tæmir hænsnadolluna í það. Síðan fer hann út í læk með vatnskrúsina og sækir vatn í hænsnin, það er oftast ís á læknum og lurkur stendur upp á endann í skafli hjá vökinni. Hann brýtur nýísinn á vökinni með lurknum og fýllir krúsina af ísköldu vatninu. Nei, þetta er svo sem ekki neitt erf- iði, en lyktin í hænsnakofanum er vond og hænurnar eru ómerki- legar. En það er smáræði miðað við óttann sem fýlgir þessu starfi. Ef einhver fullorðinn er úti við þegar hann er sendur til hænsnanna er þetta allt í lagi, en sé hann aleinn í heiminum og heimurinn fúllur af snjó horfið málið öðruvísi við. Þá gæti komið ísbjörn. Fullorðið fólk hefur sagt honum frá þessum voðaskepnum, og hann hefur lesið um þær hræðilegar sögur. Voðalegust er sagan um ísbjörninn á Þeysta- reykjum sem braust inn í bæinn og lokaði öllum útgönguleiðum, át fyrst manninn og síðan konuna en börnin björguðust naumlega upp á dyraloffið og urðu að dúsa þar í langan tíma uns ísbjörninn loks snuddaði í burtu. Hann hefði ekki átt að lesa þá sögu, en hann gerði það samt og svo nauðaði hann í pabba sínum að segja sér fleiri voðasögur af ísbjörnum. Og það er svo heillandi að hlusta á þessi ósköp meðan maður er í fýlgd fúllorðinna. Allt verra að rifja þau upp á leið í hænsnakofann þegar maður er aleinn í heiminum. Jóhönnu systur hans þykir fátt skemmtilegra en að hræða hann. Og það er nú kannski ekki mikill vandi. Það er stríð úti í heimi og fullorðna fólkið er alltaf að tala um stríð. Það eru nokkrir hermenn í bragga á Hringsstöðum, aðrir eru í bragga á Bakka og loks nokkrir í bragga í Fremstadal en þeir eru ekki hættulegir. Á sumrin rölta þeir meðfram símalínunni sinni. Einhverra hluta vegna kallar fullorðna fólkið símalínuna Bretavírinn. Kýr og kindur og hross eru alltaf að bíta Bretavírinn í sundur og hermennirnir tengja hann saman á ný. Jóhannes á Bóli kann nokkur orð í ensku og getur svo- lítið talað við þá. Þeir koma inn og fá kaffibolla en skilja alltaf byss- urnar sínar eftir úti. Taka auðvitað fyrst úr þeim öll skot og stinga á sig. Meðan þeir eru að drekka kaffið getur maður miðað byssunni og þóst vera hermaður. Nei, þeir eru ekki hættulegir, en stórasystir hefur sagt honum sögur um voðalegar vítisvélar sem heita steypi- flugvélar. Þær steypa sér úr háalofti yfir fólk og drepa það. 40 TMM 2004 • 2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.