Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 42
Böðvar Guðmundsson
hólinn. Stundum er harðfenni og þá er þetta leikur einn. Hænurnar
eru svo mikil endemi að þær eiga það til að skíta í trogið sitt, og
hann verður að hreinsa það áður en hann tæmir hænsnadolluna í
það. Síðan fer hann út í læk með vatnskrúsina og sækir vatn í
hænsnin, það er oftast ís á læknum og lurkur stendur upp á endann
í skafli hjá vökinni. Hann brýtur nýísinn á vökinni með lurknum og
fýllir krúsina af ísköldu vatninu. Nei, þetta er svo sem ekki neitt erf-
iði, en lyktin í hænsnakofanum er vond og hænurnar eru ómerki-
legar. En það er smáræði miðað við óttann sem fýlgir þessu starfi. Ef
einhver fullorðinn er úti við þegar hann er sendur til hænsnanna er
þetta allt í lagi, en sé hann aleinn í heiminum og heimurinn fúllur af
snjó horfið málið öðruvísi við. Þá gæti komið ísbjörn. Fullorðið fólk
hefur sagt honum frá þessum voðaskepnum, og hann hefur lesið um
þær hræðilegar sögur. Voðalegust er sagan um ísbjörninn á Þeysta-
reykjum sem braust inn í bæinn og lokaði öllum útgönguleiðum, át
fyrst manninn og síðan konuna en börnin björguðust naumlega
upp á dyraloffið og urðu að dúsa þar í langan tíma uns ísbjörninn
loks snuddaði í burtu. Hann hefði ekki átt að lesa þá sögu, en hann
gerði það samt og svo nauðaði hann í pabba sínum að segja sér fleiri
voðasögur af ísbjörnum. Og það er svo heillandi að hlusta á þessi
ósköp meðan maður er í fýlgd fúllorðinna. Allt verra að rifja þau
upp á leið í hænsnakofann þegar maður er aleinn í heiminum.
Jóhönnu systur hans þykir fátt skemmtilegra en að hræða hann.
Og það er nú kannski ekki mikill vandi. Það er stríð úti í heimi og
fullorðna fólkið er alltaf að tala um stríð. Það eru nokkrir hermenn
í bragga á Hringsstöðum, aðrir eru í bragga á Bakka og loks
nokkrir í bragga í Fremstadal en þeir eru ekki hættulegir. Á sumrin
rölta þeir meðfram símalínunni sinni. Einhverra hluta vegna kallar
fullorðna fólkið símalínuna Bretavírinn. Kýr og kindur og hross
eru alltaf að bíta Bretavírinn í sundur og hermennirnir tengja hann
saman á ný. Jóhannes á Bóli kann nokkur orð í ensku og getur svo-
lítið talað við þá. Þeir koma inn og fá kaffibolla en skilja alltaf byss-
urnar sínar eftir úti. Taka auðvitað fyrst úr þeim öll skot og stinga
á sig. Meðan þeir eru að drekka kaffið getur maður miðað byssunni
og þóst vera hermaður. Nei, þeir eru ekki hættulegir, en stórasystir
hefur sagt honum sögur um voðalegar vítisvélar sem heita steypi-
flugvélar. Þær steypa sér úr háalofti yfir fólk og drepa það.
40
TMM 2004 • 2