Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 62
Berglind Gunnarsdóttir
ekkert fær afstýrt lögmáli hagkerfisins sem þurrkar út úr mannlífinu
hinn forna seið og sker á tengslin við lífsmögn jarðarinnar sem er andi
sköpunarinnar og Federico García Lorca segir frá þegar hann talar um „el
duende".
En með því að lesa ljóð Dags kemst maður affur í snertingu við upp-
runalega náttúru karlmannsins, konunnar og jarðarinnar; þau rétta ör-
lítið af kompásinn.
2
Bókin Rógmálmur og grásilfur hefur að geyma margar ljóðaþýðingar,
meðal annars eftir suðuramerísku skáldin Pablo Neruda og César Vallejo.
Þar glímir Dagur við að snúa á íslensku ljóðum eftir þessi tvö af mestu
skáldum hinnar spænskumælandi suðurálfu Ameríku á 20. öld. Og
þessar þýðingar hans eru býsna magnaðar.
f bréfi sem hann skrifar vini sínum Völundi Björnssyni frá Neskaups-
stað árið 1966 segir hann: „Ég er búinn að þýða sex ljóð til viðbótar eftir
Neruda, og mér hefur tekist vel upp. Það kemur á daginn að ég er af-
bragðs þýðandi (þegar ég vanda mig!). Meðal annars hef ég þýtt þau
ljóðin sem ég hélt að væru óþýðanleg. Núna veit ég að ekkert er óþýðan-
legt (þegar maður vandar sig!)“
Það er gaman að hafa þá þarna saman í einu lagi, þessi þrjú skáld.
Pablo Neruda var stórveldi í ljóðagerð sinni, ekki ósvipað og Picasso í
málaralistinni. Andlegt víðfeðmi hans er með ólíkindum og hann spilar
á alla strengi. Á einhvern hátt finnst mér Neruda og Dagur vera skap-
líkir menn, og í ljóðinu „Annað veifið“ sem Dagur þýðir eftir hann er
eins og þeir renni saman og verði ekki aðskildir, hvorki í hugsun né
orðfæri. Þetta ljóð hafði áreiðanlega mikil áhrif á Dag. Ljóðið er stefnu-
yfirlýsing manns sem stendur utan við samfélagið og afneitar spillingu
þess.
Annað veifið og til frambúðar
á maður að baða sig upp úr gröfinni.
Ljóðið er ort þegar Neruda dvaldi ungur í Austurlöndum fjær, á Burma
og Jövu, undir nýlendustjórn Breta.
Ég sá þjófunum búið hóf
sem flekklaus prúðmenni væru
Af þeim veruleika dregur hann ályktanir sem eru sígildar og eilífar.
60
TMM 2004 • 2