Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 66
Berglind Gunnarsdóttir
ljóð hans! (Skemmtileg tilraun til að láta ekki í minni pokann fyrir
fræðiliðinu eftir að hann er horfinn sjálfur af vettvangi og getur ekki
lengur varið sig og sitt.)
Maður tekur eftir því að orðfærið er annað í þýðingunum en frum-
ortum ljóðum Dags, það mætti halda að hann „vandaði sig“ meira þegar
þær eiga í hlut. En þá þarf að hafa í huga að hann leggur sig fram við
fylgja stíl ljóðanna, sem er annar en hans eigin, og hugsun höfundarins
sem hann er að þýða. Það merkir ekki að Dagur sé ónákvæmur í eigin
ljóðasmíð. Þvert á móti, hann er alltaf hárnákvæmur í orðalagi þrátt fyrir
hálfkæringinn og sletturnar. Ef til vill má segja að stíll hans sé hrárri og
meiri sjálfsírónía þar. Raunar ber texti hans allur sterk höfundareinkenni
og hann setur sitt eigið mark á þýðingar sínar, það er yfirleitt eitthvað
Dagslegt við þær.
Eitt af ljóðum Neruda sýnir ofurskýrt nákvæmni hans í málfari og
ósvikna tilfmningu; ósjálfrátt finnst manni Dagur birtast ljóslifandi í
dapurlegu og sterku orðfæri þess og myndum. Örlög hans á síðustu
dögum eru þau sömu og mannsins í ljóði Neruda þrátt fýrir annað um-
hverfi. Dagur hefur náð að fanga hið stórbrotna í þýðingu sinni og gera
ljóðið um leið að sínu. Heiti þess er „Suðrænn vetur á hestbaki“. Hafa ber
í huga að hinar suðrænu slóðir eru syðst í Chile og tekið allmjög að nálg-
ast suðurheimskautið.
Ég hef brotist yfir klúngrið herjað
óteljandi sunnanhríðum:
ég hef fundið hnakkann á klárnum sofna
undir köldu bergi um suðræna nótt,
skjálfa í gaddi á kjarrlausu fjalli,
klaungrast upp fölan slakka:
ég veit hvar brokkið í þokunni endar,
hvernig larfar hins snauða förumanns fara:
og fyrir mér er gvuð ekki til, bara drúngaleg skriðan,
ómannblendinn dagurinn
með fyrirheit
um 01 klæði, slokknaða sál.
3
Menn hafa lengi óttast um afdrif ljóðagerðar. 1 staðinn fyrir að spyrja
hvort ljóðið muni lifa er kannski réttara að spyrja hvort skáldið muni lifa.
Og dæmi Dags gæti gefið okkur hið fullgilda svar: nei, skáldið mun ekki
lifa af. Ekki hér. Ekki nú.
64
TMM 2004 • 2