Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 70

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 70
Margrét Tryggvadóttir Heimur Sigrúnar Af krókófílum, geimverum, tímaflakki og hugsanablöðrum Þegar ég var að alast upp áttu barnabækur að vera stútfullar af félagslegu raunsæi, kenna lesendum sínum á heiminn og gera þá að virkum, ábyrgum og síðast en ekki síst róttækum þjóðfélagsþegnum. Börn áttu að kynnast raunveruleikanum. Ég var að upplagi hlýðið barn og las það sem fyrir mig var borið. Og vissulega kunni ég að meta þessar bækur. Ég lifði mig inn í heim lyklabarns- ins, kjörbarnsins og barnsins sem átti sundraða fjölskyldu. Reyndar sam- ræmdist sú heimsmynd sem bækur þessa tíma drógu upp ekki endilega veruleika mínum, barns heildsalans og stundakennarans sem lifði í alls- nægtum í rúmgóðu raðhúsi í úthverfi og hlaut alla þá ást og athygli sem það gat tekið á móti. Engu að síður þótti mér líf lyklabarna sem bjuggu með einstæðu foreldri í blokk á byggingarsvæði áhugavert og kannski hefur lestur þessara bóka gert mig að betri manneskju eins og til var ætlast. En þegar ég var átta ára eignaðist ég bók sem mér þótti ótrúlega fyndin og skemmtileg og varð mér kærari en flestar aðrar. Þessi bók var allt öðruvísi en bækurnar um afskiptu börnin. Hún gaf raunveruleikanum langt nef og boðaði það eitt að mínu mati að ef manni leiddist ætti maður að skemmta sér. Þessa bók átti ég ein og ég minnist þess ekki að neinn hafi lesið hana fyrir mig. Ég skynjaði á einhvern hátt að fullorðna fólkið myndi ekki vera sama sinnis og ég og reyndi lítið að fá einhvern til að lesa hana fyrir mig. Þótt ég hafi orðið læs á tímum þegar allar barnabækur voru uppfullar af félagslegu raunsæi sótti ég líka mikið í ævintýri og þjóðsögur og þekkti undraheim þeirra. En það sem var öðruvísi í þessari nýju bók var að ævintýrin gerðust í nútímanum og í þeirri Reykjavík sem ég þekkti svo vel. Bókin var ekki bara sú skemmtilegasta sem ég hafði lesið fram að þessu. Hún kenndi mér og vinum mínum hugsanablöðruleikinn og þegar maður fór í hann varð veröldin bara svo miklu sniðugri. Bókin heitir Allt íplati (1980) og er eftir Sigrúnu Eldjárn. 68 TMM 2004 • 2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.