Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 72
Margrét Tryggvadóttir myndum og máli. Bækur hennar þekkjast allsstaðar á fjörlegum og fal- legum myndum höfundar. Leikur með formið Bókin Allt í plati segir frá þeim Eyvindi og Höllu sem halda á vit æv- intýraheims í hugsanablöðru Höllu. Þessi heimur er undir götum borg- arinnar en þar búa svokallaðir Krókófílar í háþróuðu og örlítið útópísku samfélagi. Þeir vinna ýmis störf í þágu mannkyns án þess að hljóta þakkir fyrir, t.d. vökva þeir ljósastaurana með lýsi svo þeir lýsi betur og rækta kirkjur í sérstökum kirkjugörðum. Krókófílarnir eru miklar tilfinninga- verur og eiga erfitt með að horfa upp á sóun mannanna á auðlindum sínum. En aðallega eru þeir uppspretta skemmtunar og gleði. Effir skoð- unarferð neðanjarðar halda krakkarnir upp á yfirborðið með vini sínum Sigvalda krókófíl og sjá þá heiminn í nýju ljósi. Árið eftir fylgdi svo bókin Eins og í sögu (1981) þar sem krakkarnir lenda í nýjum ævintýrum með Sigvalda vini sínum. Það var ekki einungis söguefnið sem var nýstárlegt í þessum bókum, frásagnarmátinn var það líka. I þessum fýrstu verkum Sigrúnar koma strax fram mörg af hennar sérstöku höfundareinkennum.1 Bækurnar eru tilraunakenndar og uppfullar af skemmtilegum hugmyndum sem margar hverjar hafa lifað áfram í verkum hennar. Og þótt bækur Sig- rúnar hafi vissulega þróast má fullyrða að í fyrstu verkum sínum hafi hún verið langt á undan sinni samtíð hvað varðar framsetningu, efnistök og skemmtigildi (sem var alls ekki í tísku). í Allt í plati segir Sigrún sögu í bók sem í senn er textabók, myndabók og teiknimyndasaga. Á þessum tíma voru fáar íslenskar bækur mynd- skreyttar að ráði og hvað þá í lit. Fyrstu bækur Sigrúnar voru prentaðar í tvílit sem gerði að verkum að þær skáru sig enn frekar frá öðrum ís- lenskum bókum. Það sem greindi bækur Sigrúnar frá fjöldanum (ef hægt er að komast svo að orði um barnabókaútgáfu á þeim tíma) var að myndir hennar voru ekki bara til skrauts, þær voru virkt tjáningarform sem sagði jafnmikla sögu og textinn. Höfundur ætlast til að lesendur lesi líka myndirnar því án þeirra er ekki hægt að skilja söguna til fullnustu. Með aðferðum teiknimyndasögunnar og myndabókarinnar fléttar Sig- rún saman myndir og texta svo úr verður ein heilsteypt saga. Ævintýrið sjálft gerist inni í svokallaðri hugsanablöðru eins og not- aðar eru til að tjá hugsanir persóna teiknimyndasagna en í þessari bók er hugsanablaðran hlutgerð og krakkarnir geta farið inn í hana og þaðan niður um hlemm í götunni til að komast ofan í holræsakerfi borgarinnar. 70 TMM 2004 • 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.