Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 75
Heimur Sigrúnar
ísland í öðru veldi
ísland er áberandi í þessum fyrstu verkum Sigrúnar. Eitt af einkennum
Reykjavíkur, Hallgrímskirkja, gegnir veigamiklu hlutverki í fyrstu bókinni
og borgin öll er mjög greinileg. Þessu hefur hún haldið að nokkru leyti í
síðari bókum. Reykjavík er ekki eins sýnileg í öðrum verkum hennar
(meðal annars vegna þess að þær gerast ekki allar í borg) en umhverfi
flestra bóka hennar er greinilega landið okkar. En ísland hefur breyst
síðan 1980 og árið 1997 kom út bókin Kynlegur kvistur á grænni grein sem
er fyrsta íslenska myndabókin sem gerist í skógi. í gömlu íslensku æv-
intýrunum þurfa persónurnar offast að fara yfir fjöll og firnindi í stað þess
að ganga í gegnum skóg í þeim evrópsku en Harpa og Hrói lenda í æv-
intýrum í alvöru íslenskum skógi og eins og í gömlu ævintýrunum þarf
aðalpersónan Harpa að beita snilligáfu sinni til að vinna óvætt skógarins.
Þjóðhildur í Allt í plati og Eins og í sögu er ákaflega gömul því hún á
lífstein sem er græddur í handarkrika hennar. Hún er fyrsta þjóðbún-
ingakerling Sigrúnar, býr í torfbæ og er hafsjór fróðleiks um íslenska
menningu. í kjölfar hennar fýlgdi Málfríður, fjörug kerling sem býr með
mömmu sinni sem er vitanlega enn eldri. Málfríður er þó frjálslegri en
Þjóðhildur því hún er yfirleitt bara í skrautlegu pilsi, blússu og striga-
skóm en ber þó ávallt skotthúfu á höfði. Þá eru konur í íslenskum bún-
ingum algengt þema í myndlist Sigrúnar.
Þurfa allar barnabækur að hafa góðan boðskap?
Því hefur stundum verið haldið fram að hvergi sé að finna boðskap í
verkum Sigrúnar. Gleðin og leikurinn er alls staðar í fyrirrúmi. Ef vel er
að gáð má þó sjá að verk hennar eru mörkuð ákveðinni lífsafstöðu sem
vissulega felur í sér boðskap. í bókum sínum um Hörpu og Hróa setur
Sigrún til dæmis fram and-rasískan boðskap á afar smekklegan hátt og
kannski þann eina rétta þegar verið er að tala til ungra barna. Harpa er
fyrsta aðalpersóna íslenskrar myndabókar sem er dökk á hörund. Áður
hafði Sigrún teflt ffam dökkri aukapersónu í Talnakveri en enn eru per-
sónur af öðrum kynþætti fremur fágæt sjón í íslenskum barnabókum."
í raunsæisbókunum sem ég ólst upp við, bæði þýddum og íslenskum,
og fleiri bókum af því tagi er stundum fjallað um fólk af öðrum kyn-
stofnum en þeim næpuhvíta en ávallt með því að fjalla um framandleik
þess, ættleiðingar eða einelti sem dökkar sögupersónur lentu í sökum
þess að þær skáru sig úr. Höfundum þessara bóka gekk gott eitt til en
engu að síður bentu þær sífellt á allt sem var öðruvísi í fari þessara barna.
TMM 2004 • 2
73