Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 75
Heimur Sigrúnar ísland í öðru veldi ísland er áberandi í þessum fyrstu verkum Sigrúnar. Eitt af einkennum Reykjavíkur, Hallgrímskirkja, gegnir veigamiklu hlutverki í fyrstu bókinni og borgin öll er mjög greinileg. Þessu hefur hún haldið að nokkru leyti í síðari bókum. Reykjavík er ekki eins sýnileg í öðrum verkum hennar (meðal annars vegna þess að þær gerast ekki allar í borg) en umhverfi flestra bóka hennar er greinilega landið okkar. En ísland hefur breyst síðan 1980 og árið 1997 kom út bókin Kynlegur kvistur á grænni grein sem er fyrsta íslenska myndabókin sem gerist í skógi. í gömlu íslensku æv- intýrunum þurfa persónurnar offast að fara yfir fjöll og firnindi í stað þess að ganga í gegnum skóg í þeim evrópsku en Harpa og Hrói lenda í æv- intýrum í alvöru íslenskum skógi og eins og í gömlu ævintýrunum þarf aðalpersónan Harpa að beita snilligáfu sinni til að vinna óvætt skógarins. Þjóðhildur í Allt í plati og Eins og í sögu er ákaflega gömul því hún á lífstein sem er græddur í handarkrika hennar. Hún er fyrsta þjóðbún- ingakerling Sigrúnar, býr í torfbæ og er hafsjór fróðleiks um íslenska menningu. í kjölfar hennar fýlgdi Málfríður, fjörug kerling sem býr með mömmu sinni sem er vitanlega enn eldri. Málfríður er þó frjálslegri en Þjóðhildur því hún er yfirleitt bara í skrautlegu pilsi, blússu og striga- skóm en ber þó ávallt skotthúfu á höfði. Þá eru konur í íslenskum bún- ingum algengt þema í myndlist Sigrúnar. Þurfa allar barnabækur að hafa góðan boðskap? Því hefur stundum verið haldið fram að hvergi sé að finna boðskap í verkum Sigrúnar. Gleðin og leikurinn er alls staðar í fyrirrúmi. Ef vel er að gáð má þó sjá að verk hennar eru mörkuð ákveðinni lífsafstöðu sem vissulega felur í sér boðskap. í bókum sínum um Hörpu og Hróa setur Sigrún til dæmis fram and-rasískan boðskap á afar smekklegan hátt og kannski þann eina rétta þegar verið er að tala til ungra barna. Harpa er fyrsta aðalpersóna íslenskrar myndabókar sem er dökk á hörund. Áður hafði Sigrún teflt ffam dökkri aukapersónu í Talnakveri en enn eru per- sónur af öðrum kynþætti fremur fágæt sjón í íslenskum barnabókum." í raunsæisbókunum sem ég ólst upp við, bæði þýddum og íslenskum, og fleiri bókum af því tagi er stundum fjallað um fólk af öðrum kyn- stofnum en þeim næpuhvíta en ávallt með því að fjalla um framandleik þess, ættleiðingar eða einelti sem dökkar sögupersónur lentu í sökum þess að þær skáru sig úr. Höfundum þessara bóka gekk gott eitt til en engu að síður bentu þær sífellt á allt sem var öðruvísi í fari þessara barna. TMM 2004 • 2 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.