Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 76
Margrét Tryggvadöttir
Hjá Sigrúnu er þessu þveröfugt farið. Hvergi er minnst á að Harpa sé á
nokkurn hátt frábrugðin öðrum börnum (enda er hún það ekki) en hún
er sérlega yndisleg stelpa og góð fyrirmynd. Ungum lesanda er svo sann-
arlega óhætt að feta í fótspor hennar. Harpa er svo jákvæð og skemmti-
leg persóna að það er ekki hægt að stilla sig um að elska hana. Þau Harpa
og Hrói eru reyndar ansi lík þeim Eyvindi og Höllu. Líkt og Eyvindur á
Hrói það til að vera neikvæður og fara í fylu en þær Harpa og Halla
kunna alltaf ráð við því. Harpa og Halla eru líka svipaðar í útliti, fyrir
utan litarháttinn, hárgreiðslan er meira að segja sú sama.™
Sigrún notar sömu aðferð þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Hvergi
er talað um réttindi kvenna eða að stelpur eigi að standa jafnfætis
strákum en með því að skapa sterkar kvenpersónur og hafa venjulega
bæði stráka og stelpur í aðalhlutverki í bókum sínum, snýr Sigrún upp á
hefðina. í bókunum Langafi drullumallar (1983) og Langafi prakkari
(1984) gerir hún meira að segja karlmann að barnapíu sem þá og kannski
ekki síður nú er óvenjulegt.
Þá reyna mörg verka hennar að brúa bilið milli kynslóðanna. Við
lifum í samfélagi þar sem hver kynslóð fyrir sig lifir ólíku og aðskildu
lífi. Börn eru í leikskólum og skólum, fullorðna fólkið í vinnunni og
gamla fólkið umgengst öðrum fremur annað gamalt fólk. I bókunum
um Langafa tengir hún saman tvær kynslóðir í leik og starfi. Anna og
langafi passa hvort annað og leika sér dægrin löng. f bókunum um
Málfríði, mömmu hennar og Kugg (1987-1998) segir frá stráknum
Kuggi sem er nýfluttur og þekkir enga krakka á nýja staðnum. Hann
kynnist tveimur skrýtnum en ákaflega skemmtilegum gömlum kerl-
ingum og er mikið með þeim.Vinátta Málfríðar og Kuggs byggir ekki á
skyldleika eins og í bókunum um langafa og Önnu. Þau kjósa einfald-
lega að vera vinir vegna þess að þau kunna vel við félagsskap hvors
annars. Og hver myndi fúlsa við vini eins og Málfríði sem stofnar
skordýraþjónustu sem gaman er að fylgjast með og er einstaklega lag-
hent, getur meira að segja smíðað undraverðar tölvur og prentara sem
prenta út lifandi fyrirbæri.
Þótt Málfríður sé gömul kona er hún að vissu leyti í sömu sporum og
Kuggur (og lesendur ef því er að skipta) því hún býr hjá mömmu sinni
og finnst ekki í sínum verkahring að axla ábyrgð. Þegar sköpun hennar,
sjálft tölvuskrímslið, sleppur út og hrellir saklausa borgara finnst henni
bara ágætt að vera laus við það og mamma hennar er ekkert skárri, fær
sér bara tertusneið. Þá er það Kuggur sem er samviska þeirra mæðgna og
bendir á þá ógn sem mannkyninu stafar af tölvuskrímslum.
Málfríður hefur allt það frelsi sem ungir lesendur bókanna geta aðeins
74
TMM 2004 • 2