Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Qupperneq 76

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Qupperneq 76
Margrét Tryggvadöttir Hjá Sigrúnu er þessu þveröfugt farið. Hvergi er minnst á að Harpa sé á nokkurn hátt frábrugðin öðrum börnum (enda er hún það ekki) en hún er sérlega yndisleg stelpa og góð fyrirmynd. Ungum lesanda er svo sann- arlega óhætt að feta í fótspor hennar. Harpa er svo jákvæð og skemmti- leg persóna að það er ekki hægt að stilla sig um að elska hana. Þau Harpa og Hrói eru reyndar ansi lík þeim Eyvindi og Höllu. Líkt og Eyvindur á Hrói það til að vera neikvæður og fara í fylu en þær Harpa og Halla kunna alltaf ráð við því. Harpa og Halla eru líka svipaðar í útliti, fyrir utan litarháttinn, hárgreiðslan er meira að segja sú sama.™ Sigrún notar sömu aðferð þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Hvergi er talað um réttindi kvenna eða að stelpur eigi að standa jafnfætis strákum en með því að skapa sterkar kvenpersónur og hafa venjulega bæði stráka og stelpur í aðalhlutverki í bókum sínum, snýr Sigrún upp á hefðina. í bókunum Langafi drullumallar (1983) og Langafi prakkari (1984) gerir hún meira að segja karlmann að barnapíu sem þá og kannski ekki síður nú er óvenjulegt. Þá reyna mörg verka hennar að brúa bilið milli kynslóðanna. Við lifum í samfélagi þar sem hver kynslóð fyrir sig lifir ólíku og aðskildu lífi. Börn eru í leikskólum og skólum, fullorðna fólkið í vinnunni og gamla fólkið umgengst öðrum fremur annað gamalt fólk. I bókunum um Langafa tengir hún saman tvær kynslóðir í leik og starfi. Anna og langafi passa hvort annað og leika sér dægrin löng. f bókunum um Málfríði, mömmu hennar og Kugg (1987-1998) segir frá stráknum Kuggi sem er nýfluttur og þekkir enga krakka á nýja staðnum. Hann kynnist tveimur skrýtnum en ákaflega skemmtilegum gömlum kerl- ingum og er mikið með þeim.Vinátta Málfríðar og Kuggs byggir ekki á skyldleika eins og í bókunum um langafa og Önnu. Þau kjósa einfald- lega að vera vinir vegna þess að þau kunna vel við félagsskap hvors annars. Og hver myndi fúlsa við vini eins og Málfríði sem stofnar skordýraþjónustu sem gaman er að fylgjast með og er einstaklega lag- hent, getur meira að segja smíðað undraverðar tölvur og prentara sem prenta út lifandi fyrirbæri. Þótt Málfríður sé gömul kona er hún að vissu leyti í sömu sporum og Kuggur (og lesendur ef því er að skipta) því hún býr hjá mömmu sinni og finnst ekki í sínum verkahring að axla ábyrgð. Þegar sköpun hennar, sjálft tölvuskrímslið, sleppur út og hrellir saklausa borgara finnst henni bara ágætt að vera laus við það og mamma hennar er ekkert skárri, fær sér bara tertusneið. Þá er það Kuggur sem er samviska þeirra mæðgna og bendir á þá ógn sem mannkyninu stafar af tölvuskrímslum. Málfríður hefur allt það frelsi sem ungir lesendur bókanna geta aðeins 74 TMM 2004 • 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.