Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 88
Birgir Hermannsson
sögu nema yfirborðslega, útskýra fyrir lesendum sínum hvers vegna
þessar deilur áttu sér stað yfir höfuð. Voru þær réttmætar? Er við hæfi að
forsætisráðherra hafi svo sterkar skoðanir á einstökum fyrirtækjum, eða
var í þessu tilfelli fullgild almenn ástæða fyrir því? Hér má ekki rugla
saman tveimur ólíkum efnisatriðum: annars vegar ástæðum deilnanna
og hins vegar mati á því hver sagði satt eða ósatt.
í annan stað má spyrja: ef Davíð Oddssyni var jafnbrugðið og hann
vill vera láta, hvaða ráðstafanir lét hann þá gera eftir að hann kom heim
frá London? Eðlilegast hefði verið að kæra athæfi Baugsmanna til lög-
reglu, en þar fyrir utan má spyrja hvort ekki hefði verið ástæða til að
grípa til einhverra almennra ráðstafana. Var slíkt athugað og var niður-
staðan sú að ekki hefði verið hægt að grípa til neinna ráðstafana? Engin
svör. Hvaða „öflum“ er Davíð að standa uppi í hárinu á? Var einhver
fótur fyrir ásökunum hans á hendur R-listanum? Hefði ekki verið full
ástæða að grandskoða allar fullyrðingar Davíðs þann 3. mars? Auðvitað.
En það var ekki gert.
Það er ekki íslenskum fjölmiðlum og íslenskri blaðamannastétt til
mikils sóma hvernig tekið var á þessu máli. Það er vissulega óvenjulegt og
erfitt viðfangs, en slík mál eru prófsteinn á getu manna til að sinna hlut-
verki sínu. f það heila virðist þetta mál sýna hversu vanbúnir íslenskir
fjölmiðlar eru til að sinna því hlutverki sínu að kanna mál niður í kjöl-
inn ef þörf krefur.
V
Vissulega hefur margt breyst í íslenskri fjölmiðlun síðan á bolludaginn
2003. Norðurljós er öflugur fjölmiðlarisi með nýjum eigendum og sam-
keppnin hefur því aukist. Aukin samkeppni fjölmiðla er auðvitað nokkur
vörn gegn því að mál séu þöguð í hel með þeim hætti sem viðbrögðin við
upphlaupi Davíðs eru dæmi um. Enginn vafi er á því að Fréttablaðið
hefur opnað íslenska fjölmiðlun og skapað gjörbreytta stöðu á mark-
aðnum. í ljósi þessa þarf ekki að koma á óvart að Morgunblaðið vill setja
lög á keppinautinn. Með þessu er ég þó ekki að hefja Fréttablaðið upp á
einhvern stall sem fyrirmynd, síður en svo, aðeins benda á þá staðreynd
að blaðið hefur aukið samkeppni á íslenskum fjölmiðlamarkaði.
En samkeppnin ein og sér er líklega ekki nægjanleg til að bæta fjöl-
miðla á íslandi, hugarfarsbreytingu þarf til. Til þess að svo geti orðið þarf
að viðurkenna að íslenskir fjölmiðlar eru lélegir í alþjóðlegum saman-
burði og vanburða til að sinna hlutverki sínu. Fjárhagsleg staða íslenskra
fjölmiðla almennt hefur verið bág, en bág fjárhagsstaða skýrir varla getu-
86
TMM 2004 • 2