Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 89

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 89
Stóra bollan leysi - eða kannski áhugaleysi - Morgunblaðsins til að sinna málum eða slappan fréttatíma ríkissjónvarpsins, sem sú merka stofnun getur varla verið mjög stolt af. f inngangi sínum að fyrsta árgangi Nýrra félagsrita (1841) segir Jón Sigurðsson: „Þegar vér hugleiðum efni vor fslendingar, þá er því eins varið hjá oss eins og öðrum, að vér eigum einkum tvennt að athuga: ásig- komulag vort, og ásigkomulag annarra þjóða, og meðan vér lærum ekki að meta hvort um sig nokkurnveginn réttilega, þurfum vér ekki að vænta, að oss auðnist framför sú og velgengni sem vér annars gætum náð“ (bls. IV). Samanburðarfræði af ýmsu tagi hafa allar götur síðan verið stunduð af kappi á íslandi, á síðari árum að vísu oftast til að sanna yfirburði íslands yfir önnur lönd. Um tíma var samanburðarstefnan borin upp undir formerkjum frekjustefnu sem krafðist sómasamlegra lífskjara á íslandi. Nú er runninn upp tími hinnar nýju frekjustefnu: kröfu um sómasamlega fjölmiðla í landinu! Umræða um fjölmiðla á íslanda er föst í hjólförum sem - kannski vill- andi - mætti kenna við kalda stríðið. Fjölmiðlar eru einungis gagnrýndir út frá þröngum flokkspólitískum hagsmunum eða einhverjum óljósum hægri-vinstri mælikvörðum. Stofnanir og fyrirtæki eða jafnvel einstakir dagskrárliðir (eins og umræðan um Spegilinn er ágætt dæmi um) eru skilgreindir og gagnrýndir út frá pólitískum sjónarmiðum en engin um- ræða er um fjölmiðlana út frá almennari sjónarmiðum. Meint hægri eða vinstri slagsíða er auðvitað vert umræðuefni, en í samanburði við al- mennt getuleysi fjölmiðlanna er hún ekki stórmál. Þetta þarf kannski ekki að koma á óvart. Á íslandi er ekki einu sinni hægt að ræða um fræði- leg vinnubrögð við bókaritun, t.d. um tilvitnanir í heimildir, án þess að það verði að víðfeðmri baráttu vinstri og hægri afla í landinu. En líkt og hugtakið fræðileg vinnubrögð er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur alþjóð- legt og óviðkomandi hægri eða vinstri skoðunum, þá er hugtakið góð fjölmiðlun það líka. Allir sem vanist hafa sómasamlegum fjölmiðlum á erlendri grundu, dagblöðum eða ljósvakamiðlum, sjá í hendi sér að það er eitthvað alvarlegt að í íslenskum fjölmiðlaheimi. Oft er sagt að fjölmiðlar eigi að halda úti gagnrýnni umræðu og eftir- liti með stjórnvöldum og valdahópum. Spyrja má: Hver á að hafa eftirlit með fjölmiðlunum og ræða þá á gagnrýninn hátt? Atburðir bolludagsins 2003 og eftirköst þeirra gefa vissulega tilefni til að taka til hendinni í ís- lenskri fjölmiðlaumræðu. TMM 2004 • 2 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.