Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Qupperneq 89
Stóra bollan
leysi - eða kannski áhugaleysi - Morgunblaðsins til að sinna málum eða
slappan fréttatíma ríkissjónvarpsins, sem sú merka stofnun getur varla
verið mjög stolt af.
f inngangi sínum að fyrsta árgangi Nýrra félagsrita (1841) segir Jón
Sigurðsson: „Þegar vér hugleiðum efni vor fslendingar, þá er því eins
varið hjá oss eins og öðrum, að vér eigum einkum tvennt að athuga: ásig-
komulag vort, og ásigkomulag annarra þjóða, og meðan vér lærum ekki
að meta hvort um sig nokkurnveginn réttilega, þurfum vér ekki að
vænta, að oss auðnist framför sú og velgengni sem vér annars gætum
náð“ (bls. IV). Samanburðarfræði af ýmsu tagi hafa allar götur síðan
verið stunduð af kappi á íslandi, á síðari árum að vísu oftast til að sanna
yfirburði íslands yfir önnur lönd. Um tíma var samanburðarstefnan
borin upp undir formerkjum frekjustefnu sem krafðist sómasamlegra
lífskjara á íslandi. Nú er runninn upp tími hinnar nýju frekjustefnu:
kröfu um sómasamlega fjölmiðla í landinu!
Umræða um fjölmiðla á íslanda er föst í hjólförum sem - kannski vill-
andi - mætti kenna við kalda stríðið. Fjölmiðlar eru einungis gagnrýndir
út frá þröngum flokkspólitískum hagsmunum eða einhverjum óljósum
hægri-vinstri mælikvörðum. Stofnanir og fyrirtæki eða jafnvel einstakir
dagskrárliðir (eins og umræðan um Spegilinn er ágætt dæmi um) eru
skilgreindir og gagnrýndir út frá pólitískum sjónarmiðum en engin um-
ræða er um fjölmiðlana út frá almennari sjónarmiðum. Meint hægri eða
vinstri slagsíða er auðvitað vert umræðuefni, en í samanburði við al-
mennt getuleysi fjölmiðlanna er hún ekki stórmál. Þetta þarf kannski
ekki að koma á óvart. Á íslandi er ekki einu sinni hægt að ræða um fræði-
leg vinnubrögð við bókaritun, t.d. um tilvitnanir í heimildir, án þess að
það verði að víðfeðmri baráttu vinstri og hægri afla í landinu. En líkt og
hugtakið fræðileg vinnubrögð er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur alþjóð-
legt og óviðkomandi hægri eða vinstri skoðunum, þá er hugtakið góð
fjölmiðlun það líka. Allir sem vanist hafa sómasamlegum fjölmiðlum á
erlendri grundu, dagblöðum eða ljósvakamiðlum, sjá í hendi sér að það
er eitthvað alvarlegt að í íslenskum fjölmiðlaheimi.
Oft er sagt að fjölmiðlar eigi að halda úti gagnrýnni umræðu og eftir-
liti með stjórnvöldum og valdahópum. Spyrja má: Hver á að hafa eftirlit
með fjölmiðlunum og ræða þá á gagnrýninn hátt? Atburðir bolludagsins
2003 og eftirköst þeirra gefa vissulega tilefni til að taka til hendinni í ís-
lenskri fjölmiðlaumræðu.
TMM 2004 • 2
87