Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 93

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 93
Mea culpa, mea maxima culpa ... undarnir væru sannarlega að rannsaka líf sitt og sál voru þeir líka og mun fremur að tala til annarra kvenna og segja sögu þeirra. Þær skrifuðu fyrir hópinn, til eftirbreytni eins og Ágústínus þó að bækurnar væru persónu- leg varnarskjöl í anda einstaklingshyggju eins og Rousseau skrifaði. Eða eru kannski ekki svo skörp skil á milli sálar og samfélags? Er sjálfsverund okkar, innsti kjarni manneskjunnar, óháð menningu og hugmyndafræði í samfélagi hennar? Það er hæpið segir Rita Felski, trúlegra er að því æðisgengnar sem menn séu að leita að sínu „sanna sjálfi“ því hraðar flýi það undan þeim og það sem menn finni sé aðeins lag eftir lag af þeirri hugmyndafræði sem þeir eru að reyna að losna frá. „Það er ljóst að sjálfsævisöguleg skrif kúgaðra hópa eru líkleg til að ein- kennast af átökum og spennu“ segir Felski og „...menningarleg gildi og mælikvarðar sem notaðir eru til að flokka suma sem jaðarpersónur, aðra sem óæðri persónur eða afbrigðilegar, eru líka mælikvarðar þessara sömu persóna og við sjálfskoðunina brjótast þau upp á yfirborðið sem ótti og sekt, skömm og sjálfshatur.“ Þetta höfum við þráfaldlega séð gerast í játningabókum kvenna. Spurningin er hvort játningarnar leiða til úrvinnslu á þessu og jákvæðrar þróunar í framhaldi af því eða neikvæðrar sektarkenndar og ýktra til- finninga um að hafa brugðist og vera sekur. Það síðasta er mjög áberandi. í hverju felst öll þessi sekt? Linda - Ijós og skuggar Ævisaga Lindu Pétursdóttur er skráð af Reyni Traustasyni.9 Linda er fædd 1969. Hún er sjómannsdóttir og ólst upp við öryggi og skjól á Húsavík þar sem föður- og móðurfólkið bjó. Hún flutti 10 ára til Vopnafjarðar. Um sumarið varð hún fýrir kynferðislegri áreitni gamals vinnumanns í sveitinni sem gaf henni sælgæti og káfaði á henni og gaukaði að henni peningum að skilnaði þegar foreldrarnir sóttu hana um haustið. Lindu leið mjög illa næstu mánuði en „gleymdi“ þessu svo og mundi ekki aftur fyrr en 25 árum síðar í meðferðinni á Hazelden. Linda fer í framhaldsskóla í Reykjavík og Hanna Frímanns sér að í hópi nemenda hennar er það Linda sem á eftir að ná langt. Þegar Linda segir mömmu sinni það vaknar áhugi hennar og hún verður helsti hvata- og stuðningsmaður þess að Linda fer í fegurðarsamkeppni Austurlands og vinnur hana. Áður er Linda búin að léttast um rúm tíu kíló í strangri megrun og líkamsrækt. Um þetta talar hún af hryllingi og í myndatexta segir að síðan þá hafi henni alltaf fundist hún of feit. Hún fer í fegurðar- samkeppni íslands og er þá 54 kíló (1.72 cm.á hæð), þjálfarinn vill að TMM 2004 • 2 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.