Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 93
Mea culpa, mea maxima culpa ...
undarnir væru sannarlega að rannsaka líf sitt og sál voru þeir líka og mun
fremur að tala til annarra kvenna og segja sögu þeirra. Þær skrifuðu fyrir
hópinn, til eftirbreytni eins og Ágústínus þó að bækurnar væru persónu-
leg varnarskjöl í anda einstaklingshyggju eins og Rousseau skrifaði. Eða
eru kannski ekki svo skörp skil á milli sálar og samfélags?
Er sjálfsverund okkar, innsti kjarni manneskjunnar, óháð menningu
og hugmyndafræði í samfélagi hennar? Það er hæpið segir Rita Felski,
trúlegra er að því æðisgengnar sem menn séu að leita að sínu „sanna
sjálfi“ því hraðar flýi það undan þeim og það sem menn finni sé aðeins
lag eftir lag af þeirri hugmyndafræði sem þeir eru að reyna að losna frá.
„Það er ljóst að sjálfsævisöguleg skrif kúgaðra hópa eru líkleg til að ein-
kennast af átökum og spennu“ segir Felski og „...menningarleg gildi og
mælikvarðar sem notaðir eru til að flokka suma sem jaðarpersónur, aðra
sem óæðri persónur eða afbrigðilegar, eru líka mælikvarðar þessara
sömu persóna og við sjálfskoðunina brjótast þau upp á yfirborðið sem
ótti og sekt, skömm og sjálfshatur.“
Þetta höfum við þráfaldlega séð gerast í játningabókum kvenna.
Spurningin er hvort játningarnar leiða til úrvinnslu á þessu og jákvæðrar
þróunar í framhaldi af því eða neikvæðrar sektarkenndar og ýktra til-
finninga um að hafa brugðist og vera sekur. Það síðasta er mjög áberandi.
í hverju felst öll þessi sekt?
Linda - Ijós og skuggar
Ævisaga Lindu Pétursdóttur er skráð af Reyni Traustasyni.9 Linda er fædd
1969. Hún er sjómannsdóttir og ólst upp við öryggi og skjól á Húsavík
þar sem föður- og móðurfólkið bjó. Hún flutti 10 ára til Vopnafjarðar.
Um sumarið varð hún fýrir kynferðislegri áreitni gamals vinnumanns í
sveitinni sem gaf henni sælgæti og káfaði á henni og gaukaði að henni
peningum að skilnaði þegar foreldrarnir sóttu hana um haustið. Lindu
leið mjög illa næstu mánuði en „gleymdi“ þessu svo og mundi ekki aftur
fyrr en 25 árum síðar í meðferðinni á Hazelden.
Linda fer í framhaldsskóla í Reykjavík og Hanna Frímanns sér að í
hópi nemenda hennar er það Linda sem á eftir að ná langt. Þegar Linda
segir mömmu sinni það vaknar áhugi hennar og hún verður helsti hvata-
og stuðningsmaður þess að Linda fer í fegurðarsamkeppni Austurlands
og vinnur hana. Áður er Linda búin að léttast um rúm tíu kíló í strangri
megrun og líkamsrækt. Um þetta talar hún af hryllingi og í myndatexta
segir að síðan þá hafi henni alltaf fundist hún of feit. Hún fer í fegurðar-
samkeppni íslands og er þá 54 kíló (1.72 cm.á hæð), þjálfarinn vill að
TMM 2004 • 2
91