Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 94

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 94
Dagný Kristjánsdóttir hún léttist um 3 kíló í viðbót en keppnisstjórnandinn grípur í taumana. Lesandi fær innsýn í kostnaðinn sem fegurðardrottningar bera af útliti og lífsstíl sem hæfir milljónerum og hve stór hópur af starfsfólki og ráð- gjöfum hefur vinnu af einni fegurðardrottningu. Hálffertug veltir Linda því fyrir sér hvernig líf sitt hefði orðið ef hún hefði hætt við Lundúna- ferðina, nítján ára, og „snúið sér að öðru en því að mæla manngildið í fegurð.“10 Linda Pétursdóttir vinnur Miss World keppnina f7. nóvember 1988 og er fagnað eins og þjóðhöfðingja þegar hún kemur heim. Við fáum að fylgjast með önnum köfnu og þrælskipulögðu ári effir keppnina en svo kemur spennufall þegar því lýkur. Sextán árum síðar hefur Linda unnið sem ljósmyndafyrirsæta og síðar farsæl kaupsýslukona. Hún stofnar Baðhúsið, heilsulind fyrir konur, en þó að fyrirtækið blómstri verður stofnandinn ofdrykkju að bráð og fer þrisvar í áfengismeðferð. Hún hefur átt í stormasömum sambúðum við marga menn en átakamest er samband hennar við Skotann Leslie Robertsson sem þjáist af afbrýðissemi og gengur í skrokk á henni. Þegar því sambandi lýkur er Linda brotin á sál og líkama. Hún byrjar að sækja tíma hjá geðlækni en sekkur æ dýpra niður í sukk og sjálfstortímingu sem endar á því að hún fer í meðferð hjá SÁÁ 1996. Undir áramót 1999 fellur hún. Hún drekkur á laun og flækist inn í margs konar óþægilegar upp- ákomur bæði í viðskiptum og karlamálum. Hún fer í nýja meðferð á Vogi en finnst allir vera á móti sér og hringir í geðlækninn sinn sem segir að hún eigi ekkert erindi í meðferð og með það fer Linda af staðnum. I byrjun árs 2001 er enga hjálp að sækja í geðlækninn, kvíði vex og ótti, mis- tök og sjálfsfyrirlitning vaxa. Hún gengur í Félag kvenna í atvinnurekstri og verður formaður þar vorið 2001. Karlamálin taka hins vegar æ krapp- ari dýfur og drykkjan er orðin nánast samfelldur túr með tilheyrandi hneykslismálum. Effir tvær sjálfsmorðstilraunir fer Linda til Bandaríkj- anna til Hazelden og kemur blindfull á meðferðarheimilið. Við fylgjumst með meðferðinni þar, trúarlegri reynslu og viðkvæmni en líka staðföstum vilja til að lifa í skjóli AA samtakanna og í samræmi við sporin tólf. Linda stundar nú nám í grafískri hönnun í Kanada, Baðhúsið er rekið af fjölskyldunni og Linda tekur þátt í ímyndarvinnu fyrir það. Einhvern tíma ætlar hún að eignast barn og verði það dóttir ætlar hún ekki að banna henni að fara í fegurðarsamkeppni en segja henni hvað það geti kostað.11 Ruth Reginalds Ævisaga Ruthar Reginalds er skráð af Þórunni Hrefnu Sigurjónsdóttur.12 Ruth er fædd 1965. Faðir hennar er breskur og þau móðirin höfðu slitið 92 TMM 2004 • 2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.