Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Qupperneq 95
Mea culpa, mea maxima culpa ...
sambandinu áður en Ruth fæðist. Hún er með móður sinni sem giftist á
ný; hinn nýi faðir Ruthar er lögregluþjónn í Keflavík. í Keflavík elst Ruth
upp og eignast tvær yngri systur, fjölskyldan býr um tíma í Bandaríkj-
unum en sjö ára flytur Ruth aftur til Keflavíkur og byrjar í skóla. Æskuár
hennar eru björt en átta ára gömul er hún uppgötvuð og syngur inn á
fjórar plötur næstu árin, þar á meðal plöturnar tvær um Róbert bangsa
sem komu út 1975 og voru elskaðar og kyrjaðar við raust af smábarna-
foreldrum þeirra ára. Ruth verður barnastjarna, hún hefur mikla og fal-
lega rödd og hljóðverið verður hennar annað heimili, þar líður henni vel
með tónlistarfólkinu sem er ungt fólk sem hlúir að henni. Skólafélagarnir
í grunnskólanum í Keflavík leggja hana hins vegar í einelti og sýna henni
mikla grimmd. Tólf ára fer hún í tónleikaferðir með Brunaliðinu um
landið um sumarið og syngur á sveitaböllum. Hún er smávaxin, grönn
og barnaleg. Það sumar smakkar hún vín í fýrsta sinn.
Eftir barnastjörnuárin kemur fallið, drykkjan færist í aukana og Ruth
er í sambúð með manni sem leggur á hana hendur, nauðgar henni og nið-
urlægir og brýtur hana niður andlega og líkamlega. Með honum eignast
hún sitt fýrsta barn en slítur sambandinu og fer í meðferð áður en barnið
verði tekið af henni. Þá er hún rúmlega tvítug. Við tekur tímabil sem ein-
stæð móðir á framfæri borgarinnar, með vaxandi geðtruflanir eða þung-
lyndi og anorexíu á háu stigi. Eftir tvær sjálfsmorðstilraunir rífur hún sig
upp og um svipað leyti ákveður hún að leita róta sinna. Hún fínnur föður
sinn og föðurömmu í Bretlandi og tekur upp samband við þau. Svo gift-
ist hún og eignast tvær dætur með manni sínum en söngferillinn er hvorki
beinn né breiður. Það er erfitt að koma aftur inn í bransa sem maður er
dottinn úr og að lokum byggir Ruth upp nokkurs konar einyrkjafýrirtæki
þar sem hún leikur og syngur fyrir dansi ásamt einum hljómborðsleikara.
Hún er edrú í tólf ár en gerir ekki upp nein af sínum málum.
Árið 2002 fer Ruth í þriðju meðferðina en þá er drykkjan búin að taka
sinn toll, sambandinu við stjúpföðurinn endanlega lokið eftir fjárdráttar-
ásakanir, hennar eigið hjónaband sprungið í loff upp, sjálfsvirðingin
farin veg allrar veraldar og ekkert eftir nema tómið. í þetta sinn upp-
götvar hún þó tólfspora kerfíð og byrjar að reyna að lifa eftir því.
Sögumenn
í sjálfsævisögunni fellur saman rödd höfundar, sögumanns og aðal-
persónu. í ævisögunni er augljós munur á þeim höfundi sem skráður er
fýrir sögunni og aðalpersónu hans. Þetta er ein af þversögnum bók-
menntagreinarinnar segir Lisbeth Larsson, ævisagnaritarinn reynir að
TMM 2004 • 2
93