Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 99
Mea culpa, mea maxima culpa ...
brosir helst aldrei. Hún er haldin af áráttum og þráhyggjum af öllum
stærðum og gerðum. Þetta óhrjálega stúlkubarn skarar að vísu fram úr
í námi en metnaðurinn er slíkur að það hættir frekar við verkin en að
verða næstbest í þeim og þar af kemur, segir þriðji sögumaðurinn, að
það hefur aldrei lokið við neitt og aldrei orðið best í neinu nema drykkj-
unni. Hungur og þorsti litlu ljótu stúlkunnar eftir merkingu og tilgangi
með lífinu fær hana til að hundelta móðurina með spurningum um
upphafið og endinn og Guð og „das Ding an sich“ en án árangurs. Fað-
irinn er fjarverandi, sjómaður, og ný börn fæðast, stóru systur til sárrar
hrellingar og til þess eins að taka meira frá henni af móðurinni en orðið
er. Tónninn í bernskuminningunum er svo þyrkingslegur og launfynd-
inn, úrdrættirnir svo fíngerðir og sjálfsmeðaumkvun svo bönnuð að
minnir á texta Málfríðar Einarsdóttur. En þarna glittir líka í Virginiu
Woolf og Sylviu Plath; þegar ákvarðaður er innri texti þessarar sögu er
erfítt að gera upp á milli hinna harmrænu háðfugla kvennabókmennta-
sögunnar.
í drykkjuköflunum er eins og þúsund púkum sé sleppt lausum. Ekk-
ert tilefni er of lítið fyrir alkann til að breyta því í melódrama og drekkja
sorgum sínum yfir því. En eins og sænski trúbadúrinn Cornelis Vrees-
wijk ku hafa sagt: Aftur og aftur reyndi ég að drekkja sorgum mínum en
uppgötvaði að þær kunnu að synda.
Drykkjan fylgir kunnuglegu mynstri, frá helgardrykkju yfir í hálfa vik-
una, yfir í nánast stöðugan túr með minnisleysi og mannlægingu sem lýst
er án nokkurra skrauthvarfa. Linda Pétursdóttir og Ruth Reginalds segja
sömu sögurnar en Linda Vilhjálmsdóttir heldur áfram þar sem þær hætta.
Þar sem þær eru augljóslega að fegra sinn þátt með iðrun og sorg segir
Linda Vilhjálmsdóttir hiklaust og hlutlægt frá því hvernig hún gengur yfir
allt og alla á skítugum skónum. Hégómagirndin stjórnar viðhorfi hennar
til lífsins vegna þess að hún telur sig betri en aðra menn. Að auki telur hún
sig ekki háða öðru fólki og enginn hefur gert henni mein annar en hún
sjálf. Hún er eins og Palli sem var einn í heiminum. Þó að fólk sé í
kringum hana er hún einangruð til að hægt sé að horfa á hana og skoða
hana í krók og kring. Þetta er stílfærð aðalpersóna að mínu mati.
Þessi Linda er aldrei þolandi. Hún er alltaf gerandi frá barnæsku. Auk
hroka, reiði og öfundar er græðgin sterkt afl í lífi og hugsun hinnar
ákærðu. Hún drýgir hór og misnotar fæðuna af sama sjálfshatri og hinar
stúlkurnar. Hún er sjúklega þunglynd og þá eru upptaldar höfuðsynd-
irnar sjö en dyggðir fyrirfinnast engar. Af hverju elska menn hana? Af
hverju hópast allt þetta góða fólk umhverfis hana og reynir að hjálpa
henni í lengstu lög? Linda Pétursdóttir telur það sér til tekna að vera vinur
TMM 2004 • 2
97