Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 100
Dagný Kristjánsdóttir
vina sinna. Ruth Reginalds elskar börn sín og mann en hvað elskar Linda
Vilhjálmsdóttir? Hún er þakklát fólki fyrir að þola sig og hafa hjálpað sér
en sjálfshatur hennar er of sterkt til að hún geti elskað fólk eða svo segir
hún. Ef höfundur/söguhetja hefur aðeins skarað framúr í einu efni fram
að bók þessari bætir hún hér við framúrskarandi upptroðslu í því að lýsa
sér sem svo neikvæðri að það snýst í andstæðu sína.
Textinn er fýndinn, grípandi og afar vel unninn. En er hann skáldsaga
eða er hann ævisaga? Sú spurning hvílir á sannleikskröfu ævisögunnar.
Persónuleg reynsla okkar, sekt eða sakleysi, er alltaf til bæði sem reynsla
og huglægar minningar og hvort er „sannara“ þegar upp er staðið? Auð-
vitað hlýtur sektin eða reynslan að fara á undan ákærunni því að ekki
fara menn með fullu viti að ásaka sig um eitthvað sem þeir ekki hafa gert.
Belgísk-bandaríski bókmenntafræðingurinn Paul de Man tekur franska
máltækið „Að afsaka sig er að ásaka sig“ (qui s'excuse, s'accuse), snýr því
við og segir að sá sem ásakar sig sé alltaf að taka afstöðu til ásökunar sem
fyrir liggi. Um leið er höggstaður gefinn og afsökunin býður heim nýrri
ásökun og svo framvegis.
Afsökunin/ásökunin er þannig föst í fortíðinni og hún er ekki knúin
áfram af sannleiksást heldur sýnihneigð, segir de Man. Því stærri sem
glæpirnir eru þeim mun meiri fullnæging fylgi játningu eða afsökun og
iðrunin eða sektin sem á eftir fer er afbragðs tækifæri eða skálkaskjól til
að játa meira og ásaka/afsaka sig með tilheyrandi sjálfshirtingu. Paul de
Man tengir þetta firringu mannsins í tungumálinu, klofningi okkar í því
og baráttu sem gerir sjálft fyrirbærið „játningu“ svo vonlaust og sjálfs-
ævisöguna svo sjálfkrafa að lygasögu.21
Málstaðurinn
Fyrir jólin var talað um bækurnar þrjár sem hér hafa verið til umræðu
sem SÁÁ-ævisögurnar og það er ef til vill minni brandari en mér fannst
það vera þar og þá. Það liggur ljóst fyrir að bækurnar þrjár eru liður í
þroskaferli kvennanna þriggja og þáttur í tólf spora kerfinu sem talar um
að menn verði að rækta sál sína kerfisbundið til að þroska sig frá alkó-
hólismanum og losa sig við það sem orsakaði hann til að byrja með. í
sporunum tólf er gert ráð fyrir að menn trúi á hjálpræðið og noti þann
styrk til að gera upp við fortíð sína, bæta fyrir hana þar sem það er hægt
svo að menn geti öðlast skilning á ætlun guðs með okkur og styrk til að
framkvæma þá ætlun. Tólfta sporið felur í sér óskina um að sá sem farið
hefur í gegnum sporin ellefu fari út og færi öðrum alkóhólistum þá visku
sem menn hafa unnið sér inn og geta því gefið öðrum.
98
TMM 2004 • 2